Viðbragðsáætlun hefði legið fyrir í FSu ef ráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. ágúst 2022 20:31 Sólborg Guðbrandsdóttir fer fljótlega á fund með mennta- og barnamálaráðherra. vísir Viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála hefði legið fyrir í Fjölbrautaskóla Suðurlands ef menntamálaráðuneytið hefði fylgt eftir tillögum sem unnar voru á síðasta ári. Þetta segir formaður starfshóps sem vann skýrsluna og telur miður að hún hafi endað í skúffu ráðuneytisins. Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“ Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira
Forsvarsmenn nemendafélags Fjölbrautarskóla Suðurlands sögðust um helgina vera ósáttir við hvernig stjórnendur tóku á meintu kynferðisofbeldi innan veggja skólans. Meintur gerandi í málinu fékk upphaflega fjögurra daga brottvísun frá skólanum og hvatti skólameistari nemendur til að ræða málið ekki á samfélagsmiðlum. Sólborg Guðbrandsdóttir fór fyrir starfshópi sem skilaði Lilju Alfreðsdóttur, þáverandi menntamálaráðherra tillögum um markvissari kynfræðslu og ofbeldisforvarnir í grunn- og framhaldsskólum í júlí á síðasta ári. Í þeim var meðal annars lagt til að kynfræðsla yrði gerð að skyldufagi og að viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldismála ætti að liggja fyrir í öllum skólum landsins. „Miðað við viðbragðsáætlanir sem eru til í grunnskólum varðandi einelti, andlegt- og líkamlegt ofbeldi að þá þyrftu líka að vera til viðbragðsáætlanir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Ég veit ekki hvort það séu til áætlanir í einhverjum skólum, eflaust, en því miður á það alls ekki við um alla skóla og það er eitthvað sem verður að breyta,“ sagði Sólborg. Starfshópurinn lagði til að ráðuneytið myndi innleiða skýrsluna að mestu haustið 2021. „Og hvöttum þá einnig til að grunn- og framhaldsskólar væru búnir að innleiða þessar skýrslur í skólakerfið sitt haustið 2022. Þannig í málum eins og hafa verið að koma upp núna þá hefðu skólar átt að vera með þessar viðbragðsáætlanir til staðar ef ráðuneytið hefði í kjölfarið unnið þessa vinnu sem okkur var sagt að yrði unnin.“ Ekki nóg að boða til fundar, aðgerðir verði að fylgja Sólborg segist hafa óttast það frá upphafi að skýrslan myndi enda ofan í skúffu ráðuneytisins en segir að þáverandi ráðherra hafi fullvissað Sólborgu um að skýrslunni yrði framfylgt. Því sé það sorgleg staðreynd að nú rúmu ári seinna hafi lítið sem ekkert gerst. Ásmundur Einar Daðason, núverandi barnamálaráðherra hafði samband við Sólborgu í morgun og óskaði eftir fundi með henni um viðbragðsáætlanir vegna kynferðisofbeldis. „En það að óska eftir fundi er eitt, en svo að raunverulega gera eitthvað í framhaldinu er annað þannig við verum bara að bíða og sjá hverju þessi fundur skilar.“
Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Skóla - og menntamál Árborg Framhaldsskólar Mest lesið Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Fleiri fréttir Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Sjá meira