Gasverð í Evrópu hefur hækkað um tvö prósent Ellen Geirsdóttir Håkansson og Eiður Þór Árnason skrifa 27. júlí 2022 22:29 Gazprom ber fyrir sig viðhald á túrbínu. Getty/SOPA Images Gasverð hefur hækkað á mörkuðum í dag eftir að Rússar skertu enn frekar gasflutninga sína til Þýskalands og annarra mið-Evrópuríkja. Gasverð í Evrópu hefur hækkað um nærri tvö prósent og nálgast methæðir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnendur hafa sakað stjórnvöld í Rússlandi um að beita gasbirgðum sínum sem pólitísku vopni en Rússar hafa dregið úr flæði um gasleiðsluna Nord Stream 1 sem liggur til Þýskalands. Flytur hún nú innan við tuttugu prósent af því gasi sem flæðir um hana í venjulegu árferði. Áður en stríðið hófst fluttu Þjóðverjar inn yfir helming af gasbirgðum sínum frá Rússlandi og mest af því kom í gegnum Nord Stream 1. Í lok júní hafði hlutfallið lækkaði niður í rétt yfir fjórðung. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom hefur reynt að að færa rök fyrir niðurskurði á gasflutningi með því að bera fyrir sig viðhald á túrbínu en þýsk yfirvöld segja ekki vera neina tæknilega ástæðu fyrir niðurskurðinum. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur skert flæði á gasi ekki bein áhrif á Bretland þar sem aðeins 5% af því gasi sem sé flutt þangað er frá Rússlandi. Eftir því sem eftirspurn eftir gasi í Evrópu eykst myndi verðhækkun þó hafa áhrif á breskan markað en gas verð í Bretlandi hækkaði um 7 prósent í dag og er það nú sex sinnum hærra en fyrir ári. Heildsöluverð á gasi í Evrópu eru nú tæpar 205 evrur á megavattstund en á sama tíma á síðasta ári kostaði megavattstundin rétt rúmlega 37 evrur. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Gasverð í Evrópu hefur hækkað um nærri tvö prósent og nálgast methæðir eftir innrás Rússa í Úkraínu. Gagnrýnendur hafa sakað stjórnvöld í Rússlandi um að beita gasbirgðum sínum sem pólitísku vopni en Rússar hafa dregið úr flæði um gasleiðsluna Nord Stream 1 sem liggur til Þýskalands. Flytur hún nú innan við tuttugu prósent af því gasi sem flæðir um hana í venjulegu árferði. Áður en stríðið hófst fluttu Þjóðverjar inn yfir helming af gasbirgðum sínum frá Rússlandi og mest af því kom í gegnum Nord Stream 1. Í lok júní hafði hlutfallið lækkaði niður í rétt yfir fjórðung. Rússneska ríkisorkufyrirtækið Gazprom hefur reynt að að færa rök fyrir niðurskurði á gasflutningi með því að bera fyrir sig viðhald á túrbínu en þýsk yfirvöld segja ekki vera neina tæknilega ástæðu fyrir niðurskurðinum. Samkvæmt umfjöllun BBC um málið hefur skert flæði á gasi ekki bein áhrif á Bretland þar sem aðeins 5% af því gasi sem sé flutt þangað er frá Rússlandi. Eftir því sem eftirspurn eftir gasi í Evrópu eykst myndi verðhækkun þó hafa áhrif á breskan markað en gas verð í Bretlandi hækkaði um 7 prósent í dag og er það nú sex sinnum hærra en fyrir ári. Heildsöluverð á gasi í Evrópu eru nú tæpar 205 evrur á megavattstund en á sama tíma á síðasta ári kostaði megavattstundin rétt rúmlega 37 evrur.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Bretland Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09 Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06 Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Rússar skerða gasútflutninginn á ný Volodómír Zelenskí Úkraínuforseti sakar Rússa um að standa í Gas-stríði við Evrópu og að endurteknar lokanir á Nordstream leiðslunni séu hugsaðar til að hræða Evrópubúa og draga úr andstöðunni við stríðið í Úkraínu. 26. júlí 2022 07:09
Rússar skrúfa frá gasinu Rússar hófu gasútflutning með þeirra stærstu gasleiðslu, Nordstream, á ný í morgun eftir tíu daga hlé. Óttast var að Rússar myndu skrúfa fyrir gasstreymið fyrir fullt og allt en Þjóðverjar reiða sig að miklu leyti á gasleiðsluna. 21. júlí 2022 10:06
Óttast að Pútín refsi Evrópu með því að hefta flæði á gasi Tímabundinni lokun Nord Stream 1 gasleiðslunnar vegna árlegs viðhalds mun ljúka nú í lok vikunnar en í kjölfarið gætu átök vegna leiðslunnar náð hámarki. Leiðslunni er stjórnað af rússneska fyrirtækinu Gazprom. Óttast er að Pútín noti lokunina til þess að refsa Evrópu. 19. júlí 2022 21:49