„Það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 21:00 Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. Vísir/Einar Aðgerðir stjórnvalda til að bregðast við gríðarlegri verðbólgu hafa valdið heimilum landsins meiri skaða heldur en verðbólgan sjálf, að mati formanns Hagsmunasamtaka heimilanna. Ríkisstjórnin virðist ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna og erfið staða blasi við. Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún. Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósentustig í júlímánuði og hefur ekki verið hærri í þrettán ár en viðbúið er að hún fari yfir tíu prósentustig í ágúst. Heimili landsins hafa komið illa út en húsnæðisverð hefur hækkað talsvert hraðar en laun samhliða vaxtarhækkunum Seðlabankans. Greiðslubyrði hefur sömuleiðis aukist en sé miðað við fjögurra manna fjölskyldu hefur hún aukist um rúmlega áttatíu þúsund krónur, samkvæmt könnun ASÍ í júní. Þar af séu aðeins tuttugu þúsund vegna verðbólgunnar en rest vegna húsnæðis. „Þetta gengur ekki upp. Þetta er það sem á eftir að valda heimilunum mestum skaða, það eru aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans gegn verðbólgunni, og ég skil ekki hvernig hægt er að réttlæta það,“ segir Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og þingmaður Flokks fólksins. „Það gengur ekki að hækka álögur á heimilin um tugi þúsunda á mánuði þegar verðbólgan er nóg fyrir heimilin til þess að eiga við,“ segir hún enn fremur og bætir við að líkja megi það við að höggva handleggin af við öxl vegna puttabrots. Í stað þess að hækka vexti væri hægt að taka húsnæðisliðinn úr vísitölunni og frysta verðtryggingu á lánum og leigu tímabundið að mati Ásthildar. Þá eigi heimili landsins ekki að gjalda fyrir vandræði á fasteignamarkaði. „Það er náttúrulega fyrst og fremst að það þarf að verja heimilin fyrir þessum áhrifum en ekki fórna þeim fyrir þau,“ segir hún. „Því miður virðist ríkisstjórnin ekki hafa skilning á hagkerfi heimilanna, hún virðist ekki skilja að það er ekki til peningur fyrir þessum hækkunum.“ Ljóst sé að staðan eigi aðeins eftir að versna með tilheyrandi afleiðingum. „Og af því að það er nú það eina sem þessi ríkisstjórn virðist skilja, þá mun það hafa gríðarlegan kostnað í för með sér fyrir þjóðfélagið, fyrir utan örvæntinguna og skelfinguna sem þessi heimili eru þá að fara að ganga í gegnum,“ segir Ásthildur. Það er þá bara tímaspursmál, eða hvað? „Ég vil ekki vera með svartsýnis spár hérna en ég get ekki séð hvernig þetta endar öðruvísi ef svo heldur áfram sem horfir,“ segir hún.
Verðlag Neytendur Húsnæðismál Tengdar fréttir Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10 Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09 Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Verðbólgan að hluta til afleiðing áratuga stefnuleysis í húsnæðismálum Þingmaður Samfylkingarinnar kallar eftir því að stjórnvöld grípi til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu, sem mælist nú tæplega tíu prósent. Framundan sé erfitt haust vegna kjaraviðræðna. 23. júlí 2022 12:10
Vinnandi fólk í landinu sé látið bera byrðina þrátt fyrir tal um samstöðu Verðbólga nálgast nú tíu prósent og hefur ekki mælst hærri í þrettán ár. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins segir þróunina hafa gríðarleg áhrif fyrir komandi kjaraviðræður. Það komi ekki til greina að félagsmenn beri byrðina einir. 22. júlí 2022 19:09
Spá því að verðbólga aukist áfram og stýrivextir verði hækkaðir Verðbólgan mældist tæplega tíu prósent í júlí og var langt umfram spár viðskiptabankanna. Forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir að gera megi ráð fyrir frekari stýrivaxtahækkunum frá Seðlabankanum í ljósi stöðunnar. Hagfræðiprófessor segir að það taki tíma fyrir aðgerðir stjórnvalda til að bíta, með tilheyrandi aðhaldi og óvissu. 22. júlí 2022 15:39