Erfitt að útskýra fyrir börnunum hatrið sem drífur menn til að drepa fólk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2022 19:57 Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Aðsend Samkynhneigð kona segir árás á hinsegin-skemmtistað í miðborg Óslóar vera árás á allt hinsegin samfélagið. Erfitt hafi verið að útskýra fyrir börnum hennar að einhver hataði hana svo mikið, fyrir það eitt að vera samkynhneigð, að hann væri tilbúinn til að drepa fólk. Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“ Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Þúsundir söfnuðust saman við ráðhús Oslóborgar í gær til að mótmæla ofbeldi gegn hinsegin fólki og minnast þeirra sem létust í skotárás á skemmtistaðinn London Pub á laugardag. Tveir létust í árásinni og tuttugu og einn særðist. Til stóð að árleg Gleðiganga færi fram í borginni á laugardag en hún var blásin af að ósk lögreglu. Engu að síður gengu þúsundir manna í sjálfsprottinni göngu. Skipuleggjendur ætluðu einnig að hafa göngu í gær en hættu við vegna áskorana lögreglu en engu að síður komu þúsundir saman við ráðhúsið. Dagný býr í Fredrikstad, um hundrað kílómetra suður af Osló, ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hún segir það hafa snortið sig að sjá fólk safnast saman í gær. „Það er bara æðislegt. Þetta er gert í fleiri bæjum í Noregi. Það var líka í Sarpsborg og verður á morgun í Fredrikstad. Við ætlum að fara á morgun og ganga, til að sýna að Noregur er gott land og við treystum á það. En því miður gerast svona hlutir.“ Hinsegin samfélagið í Noregi hefur tekið höndum saman eftir árásina, minnst þeirra sem létust í árásinni og fordæmt ofbeldi gagnvart hinsegin fólki.EPA-EFE/Martin Solhaug Standal Skiljanlega hefði lögregla viljað koma í veg fyrir að fólk safnaðist saman af ótta við frekari ódæði. „En við megum ekkert gefast upp. Við verðum að vera sýnileg.“ Dagný segir það hafa verið erfitt að útskýra árásina fyrir dætrum hennar. „Að það er einhver manneskja sem hatar okkur svo mikið að hún fer að skjóta bara einhvern. Bara því hann er á móti þér. Þetta þurfti ég að útskýra fyrir börnunum mínum. Það er hræðilegt.“
Hinsegin Noregur Málefni trans fólks Íslendingar erlendis Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira