Bílabúð Benna fær ekki að áfrýja og þarf að greiða milljónir Smári Jökull Jónsson skrifar 12. maí 2022 18:53 Hæstiréttur hafnaði áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur hafnað beiðni Bílabúðar Benna um áfrýjun á máli er varðar gallaða Porsche bifreið. Bifreiðasalan þarf að greiða milljónir vegna riftunar á kaupsamningi. Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu. Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
Beiðni Bílabúðar Benna var tekin fyrir á mánudag en þar óskaði bifreiðasalan eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar síðan í janúar þar sem hún var dæmd til að endurgreiða Ólöfu Finnsdóttur kaupverð Porsche bifreiðar. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Tveggja ára ábyrgð var á bílnum. Málið gegn Bílabúð Benna var höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir árangurslausar tilraunir til að finna lausn á vandanum fór Ólöf fram á að kaupsamningi yrði rift. Þetta sæti Bílabúð Benna sig ekki við og taldi gallann óverulegan. Kærunefnd lausafjár-og þjónustukaupa féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði Ólöf málið. Í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20.júlí 2020 var Bílabúð Benna síðan gert að greiða henni tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta. Efuðust um hæfi dómara Bílabúð Benna áfrýjaði dómnum til Landsréttar en hann vakti nokkra athygli, ekki síst þar sem eigandi Porsche bifreiðarinnar, Ólöf Finnsdóttir, var á þeim tíma framkvæmdastjóri dómstólasýslunnar sem annast sameiginlega stjórnsýslu allra dómstóla á Íslandi; Hæstaréttar, Landsréttar og héraðsdómstólanna átta. Hún er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt. Þeirra á meðal er vitaskuld Héraðsdómur Reykjavíkur, sem kvað upp fyrrnefndan dóm Ólöfu í vil. Á þeim tíma var eiginmaður Ólafar einn dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur og var dómstólasýslunni því á sínum tíma falið að finna annan dómara fyrir málið þar sem aðrir dómarar við dóminn voru taldir vanhæfir. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögfræðingur Bílabúðar Benna, sagði eftir að dómur féll í héraðsdómi að óheppilegt væri að málið hefði verið dæmt við Héraðsdóm Reykjavíkur þar sem eiginmaður Ólafar starfaði og að Dómstólasýslan, sem Ólöf væri í forsvari fyrir, hefði valið dómara til að dæma málið. Bílabúð Benna krafðist þess að embættisdómarinn sem dómstólasýslan valdi myndi víkja en hann hafnaði því sjálfur. Dómurinn setur ekki fordæmi Í dómi Landsréttar, sem féll þann 21.janúar í ár, kom fram að Bílabúð Benna hefði í aðdraganda riftunar á kaupsamningi ekki véfengt að bifreiðin væri gölluð. Þá var einnig staðfest niðurstaðan Héraðsdóms Reykjavíkur að Bílabúðin hefði fengið fleiri en tvö tækifæri til að bæta úr gallanum. Því var niðurstaða héraðsdóms staðfest. Í áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna fyrir Hæstarétti segir að umsóknin byggi í fyrsta lagi á að úrslit málsins verði fordæmisgefandi, að þau varði mikilvæga hagsmuni Bílabúðarinnar og að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur. Hæstiréttur féllst ekki á rök um að úrslitin væri fordæmisgefandi. Þá kemur fram að bæði í dómi héraðsdóms og Landsréttar hafi niðurstaðan verið sú að galli bifreiðarinnar gæti ekki talist óverulegur en sérfróður medómandi sat í dómi. Áfrýjunarbeiðni Bílabúðar Benna var því hafnað og þarf bifreiðasalan því að endurgreiða Ólöfu kaupverð bifreiðarinnar auk vaxta. Þar sem Ólöf er nú skrifstofustjóri við Hæstarétt voru fengnir varadómarar til að úrskurða í málinu.
Dómsmál Bílar Neytendur Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Fleiri fréttir Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent