Borgin er stoðsvið – ekki aðalleikari Róbert Aron Magnússon skrifar 2. maí 2022 10:01 Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Veitingastaðir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Ég er ekki hefðbundinn stjórnmálamaður, og hafði raunar aldrei hugsað mér að taka þátt í stjórnmálum. Hins vegar er ég alinn upp við að vilji maður ná einhverju fram sé best að vaða í verkið sjálfur. Undanfarna áratugi hef ég verið veitingamaður. Ég hef stofnað og rekið veitingastaði í nokkrum borgum í Evrópu. Í þeim efnum kom veganestið úr uppeldinu sér vel. Vandamálin voru fjölmörg, en sjaldnast óyfirstíganleg. Biluð loftræsting, samskipti við yfirvöld, þrif og viðhald. Eða hreinlega að gæta þess að eiga fyrir launum um mánaðamót. Allt þetta - og meira til - þarf litli atvinnurekandinn að hlaupa í sjálfur. Fyrir nokkrum árum flutti ég heim og hélt uppteknum hætti. Ég komst fljótt að því að ein stærsta hindrunin á vegi veitingamanna – og annarra smærri atvinnurekenda – í Reykjavík, er borgarkerfið sjálft. Kröfur leyfisveitenda eru óskýrar og ófyrirsjáanlegar, þannig að veitingamenn sjálfir þurfa að geta í eyðurnar. Kerfið er sömuleiðis svifaseint – umsóknir taka alltof langan tíma - og ekki er alltaf gætt að því að sambærileg mál fái sömu niðurstöðu. Því má ekki gleyma að tafir og óskilvirkni kosta smærri atvinnurekendur – sem oft á tíðum hafa ekki mikið milli handanna – ómælda fjármuni. Mín skoðun er sú að borgarkerfið eigið að virka eins og framúrskarandi knattspyrnudómari. Það er oft sagt að bestu dómararnir séu þeir sem þú tekur ekki eftir. Hið sama á að gilda um um borgarkerfið, það á að vera þarna til að styðja við atvinnurekendur og liðka fyrir því að frábærar hugmyndir komist til framkvæmda. Borgin á ekki að vera andstæðingur þeirra sem vilja hefja rekstur, og borgaryfirvöld eiga ekki að vera í aðalhlutverki. Þvert á móti gegnir borgin mikilvægu stoðhlutverki. En það þýðir ekki að tuða af hliðarlínunni, heldur þarf að vaða í verkið sjálfur. Þess vegna ákvað ég að hefja þátttöku í pólitík. Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur sem styður við smærri atvinnurekendur. Flokkur sem ætlar að lækka álögur, einfalda leyfiskerfið og bæta aðgengi að atvinnulóðum í borginni. Bætt rekstrarumhverfi í Reykjavík er öllum til hagsbóta. Við þurfum enn betri stemmningu í Reykjavík! Höfundur er veitingamaður og frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar þann 14. maí nk.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar