Samgöngustofa sver af sér ásakanir um einelti Árni Sæberg skrifar 21. apríl 2022 11:00 Amelíu Rose hefur ítrekað verið snúið í land og farþegar taldir upp úr henni. Sea Trips Samgöngustofa tekur fyrir þá fullyrðingu forsvarsmanna Sea Trips að meðferð Samgöngustofu á fyrirtækinu sé ekki hægt að kalla annað en einelti. Skipi Sea Trips, Amelíu Rose, hefur ítrekað verið snúið í land af Landhelgisgæslunni að undirlagi Samgöngustofu. „Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór. Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Sú meðferð sem Amelía Rose og Sea Trips hafa fengið hjá Samgöngustofu er ekki hægt að kalla neitt annað en einelti. Vart er hægt að finna skýrara dæmi um mismunun opinberra aðila og misbeitingu valds,“ sagði í tilkynningu frá forsvarsmönnnum Sea Trips á dögunum. Tilefni þess að fyrirtækið sendi frá sér tilkynningu var að Landhelgisgæslan hafði tekið yfir stjórn skipsins Amelíu Rose og siglt því land, í sjöunda sinn. Sigfús Þór Sigmundsson, staðgengill samskiptastjóra Samgöngustofu, segir stofnunina ekki geta tekið undir fullyrðingu fyrirtækisins um einelti, í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Hann segir hafa verið tekið skýrt fram í samskiptum Samgöngustofu og fyrirtækisins að Amelía Rose uppfyllti ekki kröfur reglugerðar um öryggi farþegaskipa í innanlandssiglingum til að flytja fleiri en tólf farþega við Íslandsstrendur. „Í öllum samskiptum við leyfisskylda rekstaraðila hefur Samgöngustofa jafnræði og vandaða stjórnsýsluhætti að leiðarljósi og getur ekki tekið undir þessar fullyrðingar,“ segir Sigfús Þór. Telja sér heimilt að snúa skipinu í land „Átyllan er ævinlega sú sama: Amelía Rose er sögð sigla of langt út á haf – miðað við farþegafjölda um borð. Það sem er óskiljanlegt við aðfarir Landhelgisgæslunnar og Samgöngustofu er að vorið 2021 féll dómur í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem Sea Trips var sýknað af öllum kröfum hins opinbera varðandi farsvið og farþegafjölda. Dómnum var ekki áfrýjað,“ segir í tilkynningu frá Sea Trips. Samgöngustofa telur sér heimilt að banna fyrirtækinu að sigla með fleiri en tólf farþega út fyrir hafnarsvæði. „Samgöngustofa er ekki sammála þeirri ályktun. Niðurstaða dómsins snýr að tilkynningarskyldu um fjölda farþega um borð en fjallaði ekki um þann þátt málsins að skipið fór út fyrir heimilað farsvið. Skipið uppfyllir ekki öryggiskröfur sem gerðar eru til að flytja fleiri en 12 farþega. Þær öryggiskröfur gilda ekki á tilteknu svæði við Reykjavíkurhöfn,“ segir Sigfús Þór. Vilja breyta skráningu skipsins Forsvarsmenn Sea Trips hafa farið fram á að skráningu Amelíu Rose verði breytt þannig að skipið verði skráð sem gamalt skip en ekki nýtt. Þeir gera athugasemdir við það að eldri skip, sem ekki eru búin jafngóðum öryggisbúnaði og Amelía Rose megi sigla lengra út á haf með fleiri en tólf farþega en skip fyrirtækisins. Samgöngustofa hefur hafnað því og það mál er nú í kæruferli hjá innviðaráðuneytinu. Mismundandi kröfur eru gerðar til skipa sem framleidd eru fyrir 2001 og eftir. Samgöngustofa segir Amelíu Rose hafa verið framleidda eftir þann tíma, samkvæmt upplýsingum frá upprunaríki skipsins. „Samgöngustofa er enn þeirrar skoðunar að skýrt sé hvar og hvernig skipinu sé heimilt að starfa á grundvelli laga og reglna þrátt fyrir sýknu í málinu. Hvergi kemur fram í dóminum að gildandi haffærisskírteini sé ekki rétt,“ segir Sigfús Þór.
Reykjavík Landhelgisgæslan Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent