Eflum iðn- og tæknimenntun í Fjarðabyggð Birgir Jónsson skrifar 16. apríl 2022 12:00 Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Framsóknarflokkurinn Framhaldsskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Varla er talað um menntun á Íslandi án þess að minnst sé á að það vanti iðn- og tæknimenntað fólk. Það á við á Austurlandi eins og annars staðar og hefur m.a. verið bent á þennan skort í Sóknaráætlunum landshlutans í þó nokkurn tíma. Í þeirri nýjustu, sem er fyrir árin 2020-2024, er sérstaklega tiltekið að það vanti fólk með sérmenntun í ákveðnum iðngreinum. En hvernig er hægt að bregðast við því? Í Sóknaráætluninni er sett það markmið að auka fjarnám í ákveðnum iðngreinum en til hvers að auka fjarnám þegar við höfum framúrskarandi verkmenntaskóla hér í okkar sveitarfélagi? Í Fjarðabyggð er hægt er að leggja stund á iðngreinar við framúrskarandi aðstæður, með færum kennurum í Verkmenntaskóla Austurlands. Það vandamál sem skólinn stendur hinsvegar frammi fyrir er baráttan um nemendur því til þess að geta haldið úti námi þarf jú nemendur. Það er því nauðsynlegt að kveikja áhuga nemenda á iðn- og verkgreinum strax í grunnskóla. Í viðmiðunarstundaskrá grunnskólanna er gert ráð fyrir að rúm 15% námstíma nemenda í 8.-10. bekk fari í list- og verkgreinar. Þá skuli skipta þeim tíma jafnt og því eru 7-8% námstímans sem er ætlaður í þessar greinar. Það veltur þó á því að kennarar sem hafa þekkingu og áhuga á slíkum greinum séu til staðar og aðstaða sé fyrir hendi í skólum. Af minni reynslu veit ég að þetta getur verið afar misjafnt eftir skólum og það getur jafnvel farið svo að ákveðnar greinar séu jafnvel ekki kenndar. Samstarf skóla í Fjarðabyggð hefur gefist vel Fyrir um ári síðan hittust stjórnendur Verkmenntaskóla Austurlands og skólastjórar grunnskólanna í Fjarðabyggð með það fyrir augum að vinna saman að því að auka tækifæri nemenda til menntunar í iðn- og tæknigreinum. Ætlunin var að nemendur á unglingastigi kæmu í Verkmenntaskólann og nytu þeirrar aðstöðu og fagþekkingar sem er þar innanhúss. Í kjölfarið var sótt um styrk í Sprotasjóð og fékkst smávægilegur styrkur til þess að koma verkefninu af stað. Varð úr að nemendur úr 9. og 10. bekk úr öllum grunnskólum Fjarðabyggðar komu í Verkmenntaskólann á haustdögum og gátu þar valið á milli sex iðn- og tæknigreina. Hver nemandi var síðan í tveimur greinum í alls átta skipti þótt Covid hefði sett strik í reikninginn í lokin og nemendur 9. bekkjar náðu ekki að klára sín skipti. Mikil ánægja var með verkefnið og í könnun sem gerð var meðal 10. bekkinga og forsjáraðila þeirra mátti sjá að um og yfir 90% þeirra voru ánægð með verkefnið. Meðal kosta verkefnisins töldu nemendur að þeir hefðu lært nýja hluti og kynnst jafnöldrum frá öðrum byggðakjörnum. Verkefnið hefur því glætt áhuga nemenda á iðn- og tækninámi, sem er jákvætt því það er nauðsynlegt fyrir nemendur að kynna sér allt sem er í boði til að geta valið sér nám sem þeir hafa áhuga á. Eflum þær stoðir sem við höfum nú þegar Þegar við ræðum um að fjölga þurfi iðn- og tæknimenntuðum þurfum við að byrja á byrjuninni. Við þurfum að kynna nemendur fyrir þeim möguleikum sem felast í slíku námi og þurfum að gera þeim kleift að kynnast því af eigin raun. Við þurfum að hvetja ungmenni til þess að velja sér þá braut ef áhuginn stefnir í þá átt. Samvinnu verkefni grunnskólanna í Fjarðabyggð og Verkmenntaskóla Austurlands hefur gefist vel, og Framsókn í Fjarðabyggð vill stuðla að því að því verði haldið áfram og samvinna skólanna efld frekar. Við þurfum að halda áfram á þessari braut og glæða þannig áhuga barnanna. Þá vill Framókn í Fjarðabyggðf einnig að standa vörð um og efla Verkmenntaskóla Austurlands þannig að hann geti þjónustað samfélagið sem best. Höfundur er gæðastjóri og kennari við Verkmenntaskóla Austurlands. Hann skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Fjarðabyggð
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar