Lærum af aðlögun náms í heimsfaraldri Anna Kristín Jensdóttir skrifar 6. apríl 2022 11:31 Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Skóla - og menntamál Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mennt er máttur er máltæki sem oft er notað þegar rætt er um menntun. Ýmsir sáttmálar hafa verið samþykktir á undanförnum árum til að tryggja borgurum menntun við hæfi. Þá hefur stefnan um skóla án aðgreiningar verið færð í lög og reglur á Íslandi. Hér á landi er tíu ára skólaskylda sem er mikilvægur tími í þroska einstaklinga. Í henni felst að allir nemendur eigi rétt á að stunda nám í sínum hverfisskóla með þeim stuðningi sem til þarf. Á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar þurfti að aðlaga skólastarf eftir ástandinu í þjóðfélaginu hverju sinni. Ákveðinn hópur fólks þurfti að fara sérstaklega varlega þar sem þeir einstaklingar voru í áhættuhópi á að veikjast illa ef þeir fengju veiruna. Oft var um að ræða einstaklinga sem eru langveikir eða mikið fatlaðir og misstu þeir þess vegna oft meira úr skóla vegna spítalavista, læknisheimsókna eða heimsókna til annarra sérfræðinga. En réttur þeirra til náms er enn sá sami og tókst með samtakamætti og nýrri hugsun að tryggja nám þessa hóps við þessu erfiðu aðstæður.. Af því sögðu er hægt að læra margt af heimsfaraldri þegar kemur að aðlögun náms fyrir þennan hóp. Þannig var fjarnám líkt og annað nám skipulagt á tímum samkomutakmarkana. Sú nálgun gæti gagnast þessum hópi vel, þegar upp koma aðstæður sem halda nemanda frá skóla. Með fjarnámi minnka líkurnar á að nemandi missi mikið úr námi auk þess sem hægt er að hjálpa nemendum að taka þátt í félagsstarfi þrátt fyrir fjarveru. Með því minnka líkurnar á félagslegri einangrun þessara nemenda, sem rannsóknir sýna að getur verið töluverð. Til að tryggja nám allra ætti að búa til áætlun um fjarnám og þróa innleiðingu þess á næsta kjörtímabili. Slíka áætlun þyrfti að vinna í samráði við skólakerfið, heilbrigðiskerfið og aðra sérfræðinga í málefnum barna og unglinga á grunnskólaaldri. Auk þess að gagnast langveikum nemendum gæti þessi nálgun einnig gagnast nemendum sem eru frá í skemmri tíma vegna slysa eða veikinda. Fjarnám myndi því vera góð viðbót við stuðning við skyldunám auk þess sem það tryggir réttinn til náms eins og bundinn er í lög. Höfundur er frambjóðandi Viðreisnar í Reykjavík.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun