Kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls í skólanum á Eyrarbakka Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. mars 2022 20:03 Húsnæði skólans á Eyrarbakka, sem var lokað fyrir nokkrum vikum vegna myglu. Nú fá nemendur kennslu í samkomuhúsinu á staðnum og á veitingastaðnum Rauða húsinu. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikill meirihluti íbúa á Eyrarbakka vill láta byggja nýjan skóla á staðnum í stað þess að byggja skóla á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka eins og rætt hefur verið um. Núverandi skólahúsnæði á Eyrarbakka hefur verið lokað vegna myglu. Á meðan er nemendum kennt á veitingastað og í samkomuhúsi sem míglekur. Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
Sveitarfélagið Árborg boðaði til íbúafundar í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni til að ræða stöðuna í skólamálum á bakkanum og á Stokkseyri en mygla eru í báðum skólunum í þorpunum. Fundurinn var fjölsóttur. Sérfræðingar frá Eflu byrjuðu á því að fjalla um mygluna í skólanum á Eyrarbakka eftir að þeir höfðu tekið fjölmörg sýni þar, sem sýndu mikla miklu og þá voru líka tekin sýni úr elsta húsnæðinu á Stokkseyri, sem sýndi líka myglu. Eftir það voru haldin nokkur erindi og boðið upp á umræður og fyrirspurnir. Fjöldi fólks sótti íbúafundinn á Eyrarbakka í vikunni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag fer kennsla unglingastigsins á Eyrarbakka fram í veitingahúsinu Rauða húsinu og á Stað en það hús míglekur að sögn skólastjórans. „Þetta reynir á alla, alveg sama um hvort ræðir nemandann eða starfsfólk, þetta eru ekki aðstæður, sem við buðum upp á þegar fólk hóf skólaárið í ár,“ segir Páll Sveinsson, skólastjóri. En hvað segja nemendur yfir stöðunni? „Þeir voru spenntir í fyrstu en svo eftir hálfan mánuð eða slíkt fór brosið að renna af þeim þegar nemendur áttuðu sig á því að húsnæðið væri ekkert sérlega hentugt,“ segir Páll. Páll Sveinsson, skólastjóri í pontu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvar vill skólastjórinn að nýr skóli verður byggður? „Það þarf klárlega að byggja húsnæði og þá nýtt húsnæði, hvar það verður, það skiptir kannski ekki öllu máli. Lykilatriðið er, ef að þarfir nemandans eru settar í forgrunn, þá verður niðurstaðan góð fyrir alla.“ Mikil mygla er í skólanum á Eyrarbakka eins og sérfræðingar frá Eflu sýndu á fundinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nú er það alfarið í höndum bæjaryfirvalda í Árborg hvað verður gert í húsnæðismálum Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Nokkrir foreldrar létu álit sitt í ljós á íbúafundinum um ástand núverandi skólahúsnæðis á Eyrarbakka. Ef marka má skoðanir íbúa á fundinum þá vill mikill meirihluti að það verði byggt nýtt skólahúsnæði á Eyrarbakka. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri. En skólahúsið sjálft vaðandi í myglu er þar fyrir utan ekki boðlegur húsakostur fyrir skólastarf á 21 öldinni,“ sagði Guðmundur Brynjólfsson, foreldri barns í skólanum. „Ástandið á sumum af þessum útistofum er þannig og hefur verið lengi að kvefuð rotta myndi ekki leita sér skjóls þar í fárviðri," var m.a. þess, sem Guðmundur Brynjólfsson sagði, sem á barn í skólanum. Gísli Halldór halldórsson, bæjarstjóri punktar niður.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Mygla Skóla - og menntamál Grunnskólar Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira