Húsnæðismarkaður í heljargreipum borgarlínu Baldur Borgþórsson skrifar 21. febrúar 2022 11:00 Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skipulag Borgarlína Samgöngur Baldur Borgþórsson Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Fyrir hartnær fjórum árum voru fögur fyrirheit gefin í aðdraganda borgarstjórnarkosninga. Nú skyldi einblínt á hagkvæmt húsnæði fyrir alla. Nú skyldi öllum gert kleift að kaupa sér húsnæði - heimili á viðráðanlegu verði. Fjögur ár eru senn liðin og afraksturinn blasir við: Neyðarástand ríkir á húsnæðismarkaði borgarinnar sem aldrei fyrr. Sem dæmi er að verð á eins herbergis íbúðum upp á 30 til 40 fermetra komið yfir 40 milljónir og slíkar íbúðir stoppa afar stutt. Hvort heldur téðar íbúðir eru á Hverfisgötu eða í Úlfarsárdal, gildir einu eins og nýleg dæmi sanna. Skiljanlega spyrja margir sig hvað varð um hagkvæma húsnæðið sem núverandi valdhafar í Ráðhúsi Reykjavíkur boðuðu með pomp og pragt í aðdraganda síðustu borgarstjórnarkosninga? Skýringin er í raun einföld. Um húsnæðismarkað gilda sömu lögmál og gilda um alla aðra markaði. Framboð og eftirspurn þarf að vera í jafnvægi. Besta staðan fyrir kaupendur er að framboð sé ívið meira en eftirspurn. Þannig er tryggt að verð haldist í jafnvægi. Snemma á yfirstandandi kjörtímabili sáust þess skýr merki að fögur fyrirheit valdhafa voru orðin tóm. Hver hugmyndin á fætur annarri um uppbyggingu þúsunda íbúða í efri byggðum borgarinnar þar sem nóg er plássið, voru slegnar út af borðinu. Oftar en ekki með þeim rökum ,,að slík uppbygging samræmist ekki áformum um borgarlínu.“ Húsnæðismarkaður borgarinnar er því í heljargreipum borgarlínu og þeirra sem að henni standa, núverandi valdhafa Ráðhússins. Það sem veldur mestum ugg er að borgarstjóri talar enn eins og allt sé í himnalagi - að árangur undanfarinna fjögurra ára sé stórkostlegur..... Höfundur er varaborgarfulltrúi og gefur kost á sér í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar