Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson skrifar 30. janúar 2022 08:01 Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Skóla - og menntamál Samfylkingin Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Álag á kennara og starfsfólk skóla hefur verið mjög mikið síðan um áramótin eftir að veiran fór að herja á börnin í meira mæli. Ef við tökum eitt skref aftur á bak þá hefur álag reyndar verið mjög mikið allan þann tíma sem heimsfaraldurinn hefur geisað í þjóðfélaginu enda er kennarastéttin ein af hinum svokölluðu framlínustéttum. Kennarastéttin hefur svo sannarlega staðið sína plikt og eins og oftast hlaupið hraðar, leyst málin og tekið á sig þyngri byrðar - með öðrum orðum tekið að sér hlutverk vélstjórans í Verbúðinni sem þarf að láta dallinn ganga svo hægt sé að halda áfram að fiska - látið hlutina ganga upp. Tökum þá önnur tvö skref til baka og þá sjáum við stóru myndina þar sem viðvarandi álag á kennara hefur verið of mikið í alltof langan tíma. Reyndir kennarar vita að álagið hefur aukist gríðarlega síðustu fimmtán árin eða svo og margir tengja það við innleiðingu á skóla án aðgreiningar. Langflestir kennarar vilja kenna í skóla án aðgreiningar en honum verður að fylgja aukinn stuðningur við kennara og leiðbeinendur ef fyrirkomulagið á að ganga upp. Skóli án aðgreiningar krefst þess að innan skóla sé næg fagþekking til að mæta hverju barni þar sem það er hverju sinni. Kennarar hafa nefnilega tilhneigingu til að láta hlutina einfaldlega bara ganga upp. Aðstæður eru auðvitað mismunandi í skólum, hver bekkur er ólíkur öðrum en það er óhætt að fullyrða að margir kennarar eru að sligast undan ábyrgð. Kennarar munu seint bugast en breytinga er þörf. Hversu margir kennarar glíma nú við langvinna sjúkdóma vegna álags? Hversu margir einstaklingar með kennsluréttindi kjósa að vinna annars staðar en í skólum? Réttilega hefur nokkru púðri verið eytt í að fjölga kennaranemum, enda fer meðalaldur kennara hækkandi, en starfsaðstæður í skólum verða að stuðla að því að fólk vilji vinna þar. Metnaður hvers sveitarfélags á að vera að halda mannauði sínum og búa börnunum okkar framúrskarandi jarðveg til að vaxa og dafna. Sú ósanngjarna krafa hefur orðið til að kennarar séu sérfræðingar í öllu. Þetta bitnar fyrst og fremst á nemendum en einnig kennurum og foreldrum. Þann 26. janúar síðastliðinn skrifuðu tveir þroskaþjálfar og sérkennari frábæra grein, Skóli án aðgreiningar, sem ég tek heilshugar undir. Það verður „að auka til muna þverfaglega samvinnu þar sem ýmsir fagaðilar vinna saman að málefnum nemenda“, eins og þær Halldóra, Laufey og Unnur skrifa í grein sinni. Í grunnskólum hefur skapast stuðningsfulltrúa kerfi þar sem ófaglærðir einstaklingar koma inn sem stuðningur fyrir kennara og aðstoð fyrir nemendur með sérstakar námsþarfir. Þessir starfskraftar eiga það langoftast sameiginlegt að vera ungt fólk nýlega útskrifað úr framhaldsskóla, sumir með plön um að leggja í ferðalög aðrir að draga andann djúpt fyrir frekara nám. Nær allir stuðningsfulltrúar eru tímabundnir starfskraftar og hverfa á braut um leið og traust hefur skapast milli þeirra og nemenda, þekking og reynsla hverfur á braut. Sumir þeirra halda í kennaranám og þá gleðjast kennarar iðulega. Þetta unga fólk er lífsnauðsynlegur stuðningur við nemendur og kennara í skólum en hæfni þeirra til að takast á við erfiðar aðstæður og flókinn vanda nemenda er mjög misjöfn. Þannig kannast flestir kennarar við að hafa fengið stórkostlega stuðningsfulltrúa sem auka gæði kennslunnar en einnig stuðningsfulltrúa sem auka hreinlega álagið á þá. Þetta fyrirkomulag er fullkomlega ósjálfbært og það er fáránleg krafa að reynslu minnsta starfsfólk grunnskólans eigi að vinna með þeim nemendum sem þurfa mesta aðstoð. Ég spyr mig að hversu miklu leyti hefur heilbrigðisvandamálum verið velt yfir á skólakerfið? Það er tveggja ára bið í greingarferli, barnið heldur samt skólagöngu sinni áfram. Barna- og unglingageðdeild Landspítalans er enn og aftur sprungin og mjög alvarlega veik börn líða fyrir það. Foreldrar veigra sér við því að leita til sálfræðinga vegna kostnaðar og/eða langs biðtíma. Talmeinafræðingar eru af skornum skammti og svo mætti áfram telja. En börnin mæta samt alltaf í skólana. Þar taka á móti þeim kennarar sem reyna sitt besta, reyna að láta hlutina ganga upp. Ríkið verður að greiða sveitarfélögum fyrir að taka að sér heilbrigðisþjónustu í skólum. Það er ekki í boði lengur að vanrækja stuðningskerfi barna og ætlast til kennararnir grípi alla bolta á sama tíma og þeir eiga að hlaupa hraðar. Við þurfum að hlusta á raddir fagfólks og fjölga faglærðum sérfræðingum í skólum til að aðstoða nemendur okkar betur og létta álagi af kennurum og öðru starfsfólki skólans. Ég tel þetta algjört forgangsmál til þess að bæta þjónustu, sporna gekk brottfalli og stuðla að nauðsynlegri nýliðun í kennarastéttinni á Íslandi. Höfundur er grunnskólakennari og býður sig fram í 5. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar