Mögnuð leikskólastétt sem verðskuldar virðingu Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 17. janúar 2022 11:31 Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2022 Samfylkingin Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Leikskólar Reykjavíkur geyma yngstu borgaranna, kynslóðina sem tekur við og glíma þarf við fjölmörg vandamál sem við eldri höfum skilið eftir. Á fyrstu árunum mótast framtíðin og í leiktækjunum hoppa og skoppa áhyggjulaust forsætisráðherrar, seðlabankastjórar, sjómenn og eflaust leynast nokkrir lögfræðingar í sandkassaleik. Þetta er mikilvægur og viðkvæmur hópur og því eru starfsmenn leikskóla í miklu ábyrgðarstarfi. En hvers vegna er þá starfið ekki metið að verðleikum? Starfsfólk leikskóla á erfitt með að sinna starfi sínu eins það vildi, það er ekkert afleysingarfólk sem leysir af þegar upp koma veikindi og eykst álagið með því sem fleiri starfsmenn veikjast. Erfitt er að manna stöður á leikskólum og skyldi engan undra. Tími er kominn til að skilgreina hlutverk starfsfólks upp á nýtt og leggja áherslu á að samræmi sé á milli launakjara og ábyrgðar í starfi. Það að starfa á leikskóla snýst ekki eingöngu um að gæta barna því hlutverkið er miklu frekar að mennta, kenna og þjálfa. Starfsmenn leikskóla þurfa að geta greint vanda barna og komið með tillögur að lausn. Að mínu mati eiga leikskólamálin að vera eitt af forgangsmálum í næstu kosningum því þar er aldeilis tækifæri til að gera betur, við starfsfólk, börnin og borgarbúa. Lykillinn er mögulega sá að hlusta á skoðanir skólastjórnenda og starfsmanna leikskóla. Þau hafa tilfinningu fyrir málaflokknum og hafa áhyggjur af fjölmörgum þáttum. Þetta er mögnuð stétt og hún verðskuldar þá virðingu og kjör sem hún skilið. Höfundur er formaður Afstöðu og sækist eftir sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar