Nýtt torg við Tryggvagötu tekið í notkun eftir langa bið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. desember 2021 18:13 Hér má sjá útlit Tryggvagötu eins og hún er í dag Búið er að skreyta götuna með jólatrjám. Reykjavíkurborg Með endurgerð Tryggvagötu hefur orðiði til nýtt torg ivið Tollhúsið þar sem mósaíklistaverk Gerðar Helgadóttur fær nú að njóta sín. Torgið hefur nú formlega verið tekið í notkun eftir nokkurra ára framkvæmdir. Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar en framkvæmdir hafa lengi staðið yfir við Tryggvagötu og ílengdust nokkuð þegar í ljós kom að skipta þyrfti um gamlar lagnir. Nú hefur gatan hins vegar tekið stakkaskiptum með hönnun sem leggur áherslu á fólk og blómstrandi mannlíf. Haft er eftir Áslaugu Traustadóttur landslagsarkítekt hjá Landmótum, sem var með umsjón með hönnun torgsins, að mósaíkmynd Gerðar sé einstök en hingað til hafi hún verið falin og fái nú að njóta sín betur. Hins vegar hafi verið ákveðin áskorun að hanna í kring um hana torg sem ekki myndi draga athygli frá verkinu og því hafi verið ákveðið að hafa torgið steypt frekar en hellulegt. „Það er flísalögn í kring um listaverkið með íslensku gabbrói sem er mjög einstakt. Markmiðið er að stela ekki athygli frá verkinu með því að koma með nýtt mynstur þarna inn með hellulögn.“ Torgið er nú opið öllum en enn á eftir að setja niður langan bekk sem verður upp við Tollhúsið.Reykjavíkurborg Fram kemur í tilkynningunni að markmiðið sé að hafa götuna græna og því voru sett niður eins mörg tré og hægt var, bæði reynir, hlynur og elri. Þá verður settur langur bekkur alveg meðfram Tollhúsinu, en hann á eftir að koma. Torgið er nú opið öllum, búið er að fjarlægja framkvæmdagirðingar. ReykjavíkurborgReykjavíkurborgReykjavíkurborgReykjavíkurborg Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu. 17. febrúar 2021 11:49 Tryggvagata opnuð á ný Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur. 9. desember 2020 18:09 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar en framkvæmdir hafa lengi staðið yfir við Tryggvagötu og ílengdust nokkuð þegar í ljós kom að skipta þyrfti um gamlar lagnir. Nú hefur gatan hins vegar tekið stakkaskiptum með hönnun sem leggur áherslu á fólk og blómstrandi mannlíf. Haft er eftir Áslaugu Traustadóttur landslagsarkítekt hjá Landmótum, sem var með umsjón með hönnun torgsins, að mósaíkmynd Gerðar sé einstök en hingað til hafi hún verið falin og fái nú að njóta sín betur. Hins vegar hafi verið ákveðin áskorun að hanna í kring um hana torg sem ekki myndi draga athygli frá verkinu og því hafi verið ákveðið að hafa torgið steypt frekar en hellulegt. „Það er flísalögn í kring um listaverkið með íslensku gabbrói sem er mjög einstakt. Markmiðið er að stela ekki athygli frá verkinu með því að koma með nýtt mynstur þarna inn með hellulögn.“ Torgið er nú opið öllum en enn á eftir að setja niður langan bekk sem verður upp við Tollhúsið.Reykjavíkurborg Fram kemur í tilkynningunni að markmiðið sé að hafa götuna græna og því voru sett niður eins mörg tré og hægt var, bæði reynir, hlynur og elri. Þá verður settur langur bekkur alveg meðfram Tollhúsinu, en hann á eftir að koma. Torgið er nú opið öllum, búið er að fjarlægja framkvæmdagirðingar. ReykjavíkurborgReykjavíkurborgReykjavíkurborgReykjavíkurborg
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu. 17. febrúar 2021 11:49 Tryggvagata opnuð á ný Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur. 9. desember 2020 18:09 Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Sjá meira
Breyta aksturstefnu í Tryggvagötu meðan unnið er að sólartorgi fyrir sumarið Tryggvagata við Tollhúsið í miðbæ Reykjavíkur verður lokuð fyrir akandi umferð fram á sumar á meðn yfirborðsfrágangi við endurnýjun götunnar stendur yfir. Til stendur að gatan verði tilbúin fyrir sumarið en eftir breytingar vill borgin að mannlíf fái að njóta sín í götunni. Hluti af því er sólartorg fyrir framan listaverk Gerðar Helgadóttur á Tollhúsinu. 17. febrúar 2021 11:49
Tryggvagata opnuð á ný Tryggvagata verður opin fyrir allri umferð frá og með mánudeginum 14. desember næstkomandi. Framkvæmdir á svæðinu hafa staðið yfir í nokkurn tíma en er nú verið að búa um framkvæmdasvæðið við Tryggvagötu frá Pósthússtræti, um Naustin og fram hjá Listasafni Reykjavíkur. 9. desember 2020 18:09