Hressandi viðhorf Hildar Kristján Þorsteinsson skrifar 14. desember 2021 06:02 Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Veitingastaðir Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Nú kann ég að hljóma fjörgamall í eyrum sumra, en staðreyndin er sú að ég hef nú staðið í veitingarekstri í Reykjavík í rúma þrjá áratugi. Í dag rek ég einn veitingastað í miðborg Reykjavíkur, og annan í Hafnarfirði. Stóra myndin í Reykjavík er sú að ásýnd borgarinnar hefur að mörgu leyti stórbatnað. Með komu ferðamanna varð bærinn okkar að borg og ekki er hægt að líta framhjá framlagi núverandi borgarstjóra í þeim efnum. Það er einfaldlega skemmtilegra að búa í Reykjavík nú en það var fyrir nokkrum árum. Mannlífið fjölbreyttara og valkostirnir fleiri. Hitt er svo annað mál að rekstrarumhverfi í borginni hefur snarversnað. Borgarstjóri virðist gleyma því að til þess að standa undir skemmtilegheitunum þarf að vera raunhæft að reka fyrirtæki svo vel sé. Upplifunin í dag er því miður sú að svo sé ekki, borgin virðist rekin með vinstri hendinni, og treyst á að rekstraraðilar og borgarbúar stoppi í götin með fullkreistu útsvari og þöndum fasteignagjöldum. Ofan á það bætast svo kröfur frá heilbrigðis- og skipulagsyfirvöldum sem fremur virðast ætlaðar skurðstofum en veitingastöðum. Hver þarf annars níu vaska, og af hverju níu, en ekki sjö? Þrátt fyrir þessa stöðu hefur alvarlega vantað annan valkost í borginni. Sjálfstæðisflokkurinn hefur boðið fram sundurleita sveit fólks sem ekki virðist hafa aðrar áherslur en að vera á móti öllu því sem kemur frá Degi og hans fólki. Aukaatriði fá mest vægi í umræðunni. Ekkert málefnalegt og ekkert uppbyggilegt. Síðast þegar ég vissi var engin stjórnmálastefna kennd við að vera fúll á móti. Þess vegna hefur verið frískandi að fá heyra nýja rödd í borgarmálunum. Hildur Björnsdóttir hefur komið fram með skýra sýn og ekki nema von að hún fái öflugan meðbyr meðal atvinnurekenda í borginni, nú síðast frá Svövu í 17 sem hefur meiri reynslu en flestir af því að reka fyrirtæki í borginni. Staðreyndin er nefnilega sú að það er kominn tími til að Sjálfstæðismenn taki völdin í borginni. Nú loksins með frambjóðanda sem sætt getur ólík sjónarmið, og látið af fúll á móti pólítík sem skilað hefur flokknum akkúrat engu. Áfram Hildur. Höfundur er veitingamaður í miðborginni til fjölda ára.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar