Afskipti barnaverndar af atferli þeirra sem starfa með börnum Katrín Helga Hallgrímsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 14:02 Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Réttindi barna Katrín Helga Hallgrímsdóttir Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Reglulega berast tilkynningar til barnaverndar vegna vanvirðandi háttsemi eða ofbeldis af hálfu einstaklinga sem starfa með börnum. Það sem af er þessu ári hafa Barnavernd Reykjavíkur borist 25 slíkar tilkynningar, en slíkar tilkynningar eða ábendingar berast á grundvelli 35. greinar barnaverndarlaga. Í þeirri lagagrein segir að barnaverndarnefndir eigi að kanna mál, tilkynna um það til starfsmanns og vinnuveitanda hans og setja fram tillögur til úrbóta. Nokkur vankvæði hafa verið á framkvæmd þessa ákvæðis sem lúta meðal annars að því að barnaverndarnefndir hafa eðli máls samkvæmt ekkert yfir viðkomandi starfsmönnum að segja. Úrræði og valdheimildir barnaverndarnefnda lúta enda fyrst og fremst að því að styðja og vernda börn og fjölskyldur þeirra. Þegar tilkynningar berast á grundvelli 35. greinar fer alltaf fram mat á því hvort mál sé opnað vegna viðkomandi starfsmanns og barns, eða annahvort starfsmanns eða barns. Mál kann að vera opnað vegna barns ef barnið og fjölskylda þess þarf á stuðningi eða hjálp að halda vegna háttseminnar sem kvartað er yfir. Þetta liggur beint við að gera þegar tilkynnt er um kynferðisofbeldi eða annars konar alvarlegt ofbeldi gagnvart barni. Því fylgir þá að barnaverndarnefnd sendir málið í lögreglurannsókn og kemur máli barnsins í farveg hjá Barnahúsi. Samkvæmt 20. grein reglugerðar um málsmeðferð fyrir barnaverndarnefnd skal barnaverndarnefnd að jafnaði óska eftir lögreglurannsókn ef grunur er um að alvarlegt refsivert brot hafi verið framið gagnvart barni. Í langflestum tilvikum eru þó mál þannig vaxin að ekki er þörf á að opna mál vegna barns og fer þá einungis mál starfsmannsins í könnun. Af þeim 25 tilkynningum sem borist hafa Barnavernd Reykjavíkur það sem af er þessu ári hafa 8 tilkynningar borist frá vinnuveitanda starfsmanns, þ.e. skóla, leikskóla, frístundaheimili eða öðrum slíkum aðilum. Í 8 tilvikum hafa tilkynningar borist frá foreldrum en öðrum í 9 tilvikum. Langflestar tilkynningarnar, eða 10, lúta að meintu harðræði starfsmanns. Í 4 tilvikum hafa tilkynningar lotið að meintu kynferðisofbeldi eða óviðeigandi kynferðislegri hegðun starfsmanns. Um komandi áramót verða nokkrar breytingar á barnaverndarlögum. Meðal annars sú að umrædd 35. grein barnaverndarlaga fellur brott. Þannig verður frá og með áramótum ekki lengur í höndum barnaverndarnefnda að taka við tilkynningum um háttsemi þeirra sem starfa með börnum. Alltaf ber þó að tilkynna til barnaverndar, eins og áður, ef barn verður fyrir ofbeldi eða annars konar vanvirðandi háttsemi. Frá og með áramótum mun aðkoma barnaverndarnefnda að málum starfsfólks einungis felast í því að upplýsa vinnuveitanda um háttsemina og eftir atvikum óska eftir lögreglurannsókn. Standa vonir til þess að með þessu skýrist ábyrgð vinnuveitenda á málum sinna starfsmanna. Það verður þannig alveg skýrt að vinnuveitendur þurfa að taka á kvörtunum eða athugasemdum sem berast um óviðeigandi háttsemi sinna starfsmanna. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur unnið eftir ákveðnu verklagi í þessum efnum sem meðal annars felur í sér að ef grunur vaknar um kynferðisbrot starfsmanns er viðkomandi í leyfi frá störfum meðan mál hans er kannað. Hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar er unnið að því að uppfæra verklag um viðbrögð við óviðeigandi framkomu starfsmanns gagnvart barni með tilliti til þeirra breytinga sem verða á barnaverndarlögum um komandi áramót. Höfundur er framkvæmdastjóri Barnaverndar Reykjavíkur.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar