Átta mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og ofbeldi í sambandi: „Helvítis fokking svikari og hóra“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 20. nóvember 2021 12:05 Landsréttur. Vísir/Vilhelm Maður var nýlega dæmdur í átta mánaða fangelsi í Landsrétti fyrir líkamsárás og ofbeldi í nánu sambandi. Refsingin er skilorðsbundin til fimm mánaða, og þarf hann því að sitja inni í þrjá hið mesta. Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ákærði var sakfelldur fyrir húsbrot auk líkamsárásar en hann réðst inn á heimili kærasta fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Þegar á heimilið var komið kýldi hann kærastann tvisvar í andlitið, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Við árásina hlaut hann eymsli, sár og bólgur í andlitið. Þá var ákærði einnig sakfelldur fyrir ofbeldi í nánu sambandi með því að hafa endurtekið og á alvarlegan hátt ógnað lífi, heilsu og velferð fyrrverandi sambýliskonu sinnar. Undir ákæruna fellur andlegt ofbeldi, ærumeiðingar og ásakanir auk hótana í garð kærastans og húsbrotið. Kvaðst hafa liðið illa Ákærði neitaði að tjá sig um sakarefni málsins að öðru leyti en honum kvaðst hafa liðið illa á þessum tíma og sagði konuna hafa haldið fram hjá honum. Fyrir Landsrétti lagði ákærði fram ný gögn, meðal annars bréf tveggja sálfræðinga og nýjar ástæður fyrir því að hann hafi ekki mætt við aðalmeðferð málsins í héraði. Landsréttur staðfesti þó dóm héraðsdóms en skilorðsbatt refsinguna að hluta. Í dómi Landsréttar má finna hundruð skilaboða frá manninum til konunnar þar sem hann kallar hana öllum illum nöfnum og sömuleiðis nýja kærastann. Brot af hótunum má sjá að neðan en mun verri orð voru látin falla í skilaboðum til konunnar. Kl. 06.01 -Èg hata þig Kl. 06.01 -Ég vona að han gefi þér syphilus Kl. 06.11 -Þú ert algjörlega hjartalaus og fokking kald og ógéðslegt kvikindi Kl. 06.12 -Ég fokking hata mig og allt sem þú ert og stendur fyrir Kl. 06.12 -Helvítis fokking svikari og hóra Dómur Landsréttar.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira