Nýtt leiðakerfi almenningssamgangna í Fjarðabyggð Jón Björn Hákonarson skrifar 4. september 2021 09:30 Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samgöngur Jón Björn Hákonarson Fjarðabyggð Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Nýtt kerfi almenningssamgangna hóf göngu sína í Fjarðabyggð í vikunni en með því er stigið stórt skref fram á við í að tengja enn betur saman okkar víðfeðma sveitarfélag . Mig langar því á þessum tímamótum að óska íbúum Fjarðabyggðar til hamingju með þennan merka áfanga. Um nokkurt skeið hefur verið til staðar ákall íbúa um bættar samgöngur á milli byggðakjarna í sveitarfélaginu. Hinu nýja leiðakerfi er ætlað að koma til móts við þær kröfur, enda hefur það verið vilji bæjarstjórnar um nokkurt skeið að koma á slíku samræmdu kerfi. Unnið hefur verið að uppsetningu á kerfinu að undanförnu. Grunnurinn að þeirri vinnu var lagður með skýrslu EFLU um nýtt leiðakerfi í Fjarðabyggð sem birt var í vor. Þar voru lagðar fram nokkrar tillögur að því hvernig nýtt og heildstætt leiðanet gæti litið út. Starfsmenn Fjarðabyggðar hafa síðan unnið hörðum höndum að því að setja saman kerfið og skilgreina þá þjónustu sem nauðsynleg er við rekstur þess. Í vor voru lögð fram drög að nýju leiðakerfi sem byggði á niðurstöðum EFLU. Hið nýja leiðakerfi byggir á tveimur leiðum sem tengja saman sex byggðakjarna sveitarfélagsins en auk þess er tengipunktur við ferjusiglingar frá Norðfirði til Mjóafjarðar sem gegna sama hlutverki lungann úr árinu. Á leið 1 eru eknar 12 ferðir á dag milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar og leið 2 ekur síðan 6 ferðir á dag milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar. Bæjarráð ákvað fyrr í sumar að fara í verðfyrirspurn meðal akstursaðila í Fjarðabyggð vegna reksturs kerfisins. Niðurstaða þeirrar verðfyrirspurnar var að gera samning við ÍS – Travel á Reyðarfirði um akstur beggja leiða í kerfinu. Nýtt leiðakerfi – betri tengingar. Hið nýja leiðakerfi byggir, eins og áður sagði, á tveimur leiðum. Leið 1 ekur á milli Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Að morgni eru tvær ferðar frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og tvær ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Eftir hádegi eru farnar fjórar ferðir frá Norðfirði til Fáskrúðsfjarðar og fjórar ferðir frá Fáskrúðsfirði til Norðfjarðar. Leið 2 ekur á milli Breiðdalsvíkur og Fáskrúðsfjarðar alla virka daga. Um er að ræða þrjár ferðir frá Breiðdalsvík til Fáskrúðsfjarðar og þrjár ferðir frá Fáskrúðsfirði til Breiðdalsvíkur. Þar sem þörfin fyrir akstur á Suðurfjörðum liggur ekki fyrir var ákveðið í byrjun að þjónustan á leið 2 yrði rekin sem svokölluð pöntunarþjónusta meðan væri verið að ná utan um þörfina og til að koma í veg fyrir að ekið sé með tóma vagna. Því þarf að panta í ferðir á leið 2 samkvæmt tímatöflu með a.m.k. 6 klukkustunda fyrirvara og fyrir fyrstu ferð að morgni þarf að vera búið að panta fyrir kl. 18:00 daginn áður. Ef notendur ætla sér að nýta sömu ferðir alla daga vikunnar þarf ekki að panta daglega, heldur einungis að koma upplýsingum á framfæri við akstursaðila. Þegar fyrir liggur hvernig þróunin verður í kerfinu, verður að sjálfsögðu skoðað hvort stytta megi pöntunartíma og hvernig því verður háttað. Tímatafla vagnanna á báðum leiðum miðar að því að reyna að koma sem mest til móts við þarfir notenda hvað varðar vinnu, tómstundir, skóla, og félagslíf þvert á sveitarfélagið og er hinu nýja leiðakerfi ætlað að leysa af hólmi annan akstur sem sveitarfélegið hefur staðið fyrir undanfarin ár. Með kerfinu fást betri tengingar milli byggðakjarna og möguleikar opnast til að sækja vinnu, skóla, tómstundir og þjónustu þvert á byggðakjarna sveitarfélagsins. Framundan eru lærdómsríkir mánuðir Litið er á verkefnið sem framundan er sem tilraunverkefni og verður afrakstur þess notaður til uppbyggingar á almenninssamgöngukerfi til framtíðar. Það er ljóst að framundan eru lærdómsríkir mánuðir, á það bæði við um notendur kerfisins og sveitarfélagið. Við munum rekast á einhverja veggi í þessu öllu saman, en það er þá bara tækifært til að bæta sig og byggja enn frekar undir kerfið. Innleiðing á svona kerfi mun taka tíma. Við þurfum öll að venjast því að nota slíkt kerfi og læra hvernig það þjónar okkur best. Til framtíðar litið er ég þó sannfærður um að hér sé um mikið framfara skref að ræða fyrir sveitarfélagið okkar. Öflugt og gott samgöngukerfi er fjölkjarna sveitarfélagi eins okkar lífsnauðsynlegt til að nýta betur þá innviði, og þann mannauð sem samfélagið býr að. Með nýju leiðakerfi er stigið stórt skref fram á við í þeim efnum, og verður spennandi að fylgast með því vaxa og dafna. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun