Strætó tekur upp nýtt greiðslukerfi og allt að 30 þúsund króna sekt Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. september 2021 09:57 Tveir eftirlitsmenn eru þegar að störfum hjá Strætó. Stjórnendur Strætó stefna að því að taka nýtt rafrænt greiðslukerfi í notkun í október. Á sama tíma er unnið að útfærslu svokallaðs fargjaldaálags, sem Strætó mun geta innheimt þegar farþegar eru staðnir að því að hafa ekki greitt tilskilið fargjald. Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta. Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó, sagði í samtali við fréttastofu árið 2018 að svindl og falsanir gætu numið allt að 200 milljónum króna. Nú þegar eru tveir eftirlitsmenn að störfum hjá Strætó sem fara á milli vagna og gera forsvarsmenn fyrirtækisins ekki ráð fyrir að breytingar verði á því eftirliti. Hins vegar kemur til greina að ráðast öðru hvoru í átak, þar sem eftirlitsmönnum yrði fjölgað tímabundið. Svikin geta verið margskonar; fólk sleppir því til dæmis að greiða eða framvísar fölsuðum miðum og kortum. Nýtt greiðslukerfi mun draga úr hættunni á brotum. Farmiðarnir úr sögunni en óvíst með klinkið Kerfið ber heitið Klapp og verður beta-prófað eftir tvær til þrjár vikur. „Klapp er eins og greiðslukerfi sem þekkist í almenningssamgöngum erlendis, þar sem að kort eða app er sett upp við skanna,“ segir í svörum Stætó við fyrirspurn Vísis. Hægt verður að fylla á kortið eða appið í gegnum Mínar síður á Strætó.is. Samhliða þessu verða farmiðarnir teknir úr gildi á nokkrum mánuðum. „Í stað farmiðanna byrjum við að selja 10 ferða pappaspjöld sem verður hægt að kaupa á sölustöðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Þessi pappaspjöld eru með svokölluðum Aztec kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Það kemur fram á skjánum hve margar ferðir eru eftir á spjaldinu.“ Enn sem komið er hefur ekki verið tekin ákvörðun um það hvort hætt verður að taka við greiðslu fargjalds í peningum. Gætu farið að sekta innan tíðar Fyrir þinglok voru samþykktar breytingar á lögum um farþegaflutninga og farmflutninga á landi, þar sem segir meðal annars að farþega beri að framvísa farmiða „eða sýna á annan hátt fram á greiðslu rétt fargjalds, óski starfsmaður á vegum flytjanda eftir því“. Þá segir að ef farþegi geti ekki sýnt fram á greiðslu sé flytjanda heimilt að krefja hann um svokallað fargjaldaálag, sem getur numið allt að 30 þúsund krónum. Fjárhæðin skal taka hlutfallslegt mið af því fargjaldi sem farþega bar að greiða og heimilt er að lækka hana um 50 prósent ef greitt er innan 14 daga. Samkvæmt svörum Strætó er verið að skoða útfærslur og reglur erlendis en stefnt er að því að leggja fram tillögur um innheimtu álagsins í október. Ef stjórnin samþykkir tillögunar fara þær til samgönguráðuneytisins, sem þarf að auglýsa þær í B-deild Stjórnartíðinda. Að því loknu getur Strætó farið að sekta.
Samgöngur Reykjavík Strætó Neytendur Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira