Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fellaskóli vann Skrekk Lífið „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Fleiri fréttir Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira