Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira