Gleðirendur málaðar í Ingólfsstræti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2021 13:49 Fólk á öllum aldri tók þátt í að mála rendur. Vísir/EinarÁ Hinsegin dagar 2021 hófust með málningu hinsegin fánalita á Ingólfsstræti, milli Laugavegar og Hverfisgötu í hádeginu. Málun regnboga er hefðbundið upphaf Hinsegin daga í Reykjavík. Þema Hinsegin daga í ár er Hinsegin á öllum aldri. Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ Hinsegin Reykjavík Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira
Opnunarhátíð Hinsegin daga verður í Gamla bíó í kvöld kvöld. Húsið verður opnað klukkan sjö, en hátíðardagskrá hefst klukkan átta. Þar kemur fram úrval hinsegin listamanna. Þetta segir í tilkynningu frá stjórn Hinsegin daga. Frá unidrbúningi málunar.Vísir/EinarÁ Fjölmargir viðburðir verða á Hinsegin dögum, sem standa til sunnudagsins áttunda ágúst. Þennan fyrsta dag verður fjarfundur með Aron-Winston Le Fevre mannréttindafulltrúa Copenhagen Pride 2021, um ástandið í Evrópu. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ’78, stýrir fundinum, sem er haldinn í Þjóðminjasafninu og hófst klukkan 13. Mála, mála, mála og mála.Vísir/EinarÁ Þekking og orðfæri innan hinsegin samfélagsins þróast hratt og kl. 15:30 gefst tækifæri til að fræðast saman um geima og víddir hinseginleikans í afslöppuðu umhverfi þar sem engin spurning er heimskuleg. Fræðsluna, sem kallast Hinsegin 101 fyrir hinsegin fólk, leiðir Tótla I. Sæmundsdóttir, fræðslustýra Samtakanna ’78, en viðburðurinn er haldinn í Máli & Menningu á Laugavegi. .... yndisleg?Vísir/EinarÁ Samtal kynslóða verður í Máli og menningu kl. 17, en þá spjalla þrír einstaklingar af þremur kynslóðum saman, þau Mars M. Proppé, Hilmar Hildar Magnúsar og Andrea Jónsdóttir. Þau segja frá sjálfum sér tvítugum og leiðinni þangað sem þau eru núna. Hvítur, bleikur, blár, brúnn, svartur, rauður...Vísir/EinarÁ Á hverjum degi er hægt að velja um ýmsa viðburði. Á opnunarhátíð og fræðsluviðburðum verður hólfaskipting, grímuskylda og skipað til sætis. Einnig þurfa allir þeir sem sækja viðburði að skrá sig með nafni, kennitölu og símanúmeri. Skráning er undir hverjum viðburði á dagskránni á hinsegindagar.is Ingólfsstræti er orðið litríkt.Vísir/EinarÁ Viðburðum verður streymt beint á Facebook-síðu Hinsegin daga, svo þau sem ekki treysta sér til að mæta eða fengu ekki miða eiga kost á að fylgjast með dagskránni í beinni. Frá setningarathöfninni.Vísir/EinarÁ Regnbogafánarnir á og við Gamla bíó.Vísir/EinarÁ
Hinsegin Reykjavík Mest lesið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Lífið Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Lífið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fleiri fréttir Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Sjá meira