Lífið

Þing­maður selur húsið

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Vilhjálmur Árnason segir vel hafa farið um fjölskylduna í hverfinu i Reykjanesbæ.
Vilhjálmur Árnason segir vel hafa farið um fjölskylduna í hverfinu i Reykjanesbæ.

Vilhjálmur Árnason þingmaður og eiginkona hans Sigurlaug Pétursdóttir hafa sett einbýlishús sitt í Reykjanesbæ á sölu. Þau ætla þó ekki langt og stefna á að næsta heimili verði innan sama hverfis í bænum.

Þingmaðurinn greinir frá þessu á samfélagsmiðlinum Facebook. Hann segir að haldið hafi verið ótrúlega vel um fjölskylduna í bænum síðustu tvö ár en fjölskyldan flutti þá nauðug frá Grindavík eftir eldgos á Reykjanesskaga. Ljóst er að vel hefur farið um fjölskylduna í bænum og í hverfinu að Lyngmóa.

Áfram í sama hverfi

„Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vera áfram í Reykjanesbæ og stefnum á það að næsta heimili verði einmitt innan sama hverfis. Fjölskyldan er búin að skjóta hér rótum, strákarnir eru í íþróttum, vinirnir nálægt og daglegt líf gengur einfaldlega vel hér í Reykjanes.“

Fram kemur meðal annars á fasteignavef Vísis að uppsett verð fyrir húsið er 135,9 milljónir króna. Um sé að ræða vandað og mikið endurnýjað sex herbergja einbýlishús á einni hæð, 212,1 fermetrar að stærð. Þá kemur fram að húsið sé múrað í fallegum spænskum stíl.

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala

Stuðlaberg fasteignasala





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.