Gerum þetta almennilega Drífa Snædal skrifar 4. júní 2021 14:31 Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Með hækkandi sól, fleiri bólusetningum og fjölgun ferðamanna lyftist brúnin á landanum og atvinnulífið tekur við sér. Það er einstaklega ánægjulegt að frétta af sífellt fleirum sem fá vinnu eftir langan tíma í atvinnuleit enda gerir það enginn að gamni sínu að draga fram lífið á bótum sem eru einungis hluti af lægstu launum. Það er óbærilegt fyrir fólk sem hefur leitað vinnu um langt skeið að sitja undir umræðu um að fólk nenni ekki að vinna. Í því felst mikil vanvirðing. Slík umræða kemur þó ekki fram af tilviljun einni saman heldur er hún liður í áróðri sem miðar að því að skerða bætur og neyða atvinnulaust fólk til að taka hvaða vinnu sem er, með öðrum orðum að svelta fólk út á óviðunandi vinnumarkað. Til eru atvinnurekendur sem telja sig hagnast á slíku kerfi og geta með þeim hætti fengið aðgang að ódýrara vinnuafli en ella. En þetta er mikil skammsýni. Ástæða þess að fólk tekur ekki vinnu geta verið margvíslegar, þar má nefna staðsetningu, vinnutíma, álag, öryggi og fjölskylduaðstæður. Það er engum greiði gerður með því að vanda ekki til ráðninga, hvorki atvinnuleitendum né atvinnurekendum. Enda kemur í ljós að almennilegir atvinnurekendur sem vanda til verka, bjóða störf við sæmileg skilyrði, eiga ekki í neinum vandræðum með að fá fólk til starfa. Í fyrra gaf ASÍ út áherslur um endurreisn ferðaþjónustunnar þar sem krafist var að tíminn væri nýttur þannig að hægt væri að vanda til verka þegar ferðaþjónustan tæki við sér. Þar var hvatning til að auka menntun starfsfólks í greininni, uppræta brotastarfsemi í ferðaþjónustu og til að ná sátt um að greidd skuli sanngjörn laun fyrir störf í greininni. Enda á starfsemin að einkennast af fagmennsku og góðri upplifun þeirra sem sækja landið heim. Í stefnumótun stjórnvalda er hins vegar nánast aldrei vikið að starfsfólki í ferðaþjónustu og kallaði ASÍ eftir því að þar yrði gerð bragarbót á þegar í stað. Því miður var tíminn ekki nýttur sem skyldi og það er full ástæða til að hafa áhyggjur af aukinni gerviverktöku, lægri launum og minni réttindum á ákveðnum sviðum. Skýrustu dæmin sjáum við í fordæmalausri framgöngu Play í tengslum við kjarasamninga og öðrum tilraunum til sniðgöngu á stéttarfélögum og þeim réttindum sem áunnist hafa síðustu áratugi með baráttu vinnandi fólks. Ef við endurreisum ekki ferðaþjónustuna almennilega, virðum leikreglur vinnumarkaðarins og sýnum virðingu þá töpum við öll til lengri tíma. Gerum þetta vel! Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun