Fólk, fyrirtæki og húsnæðiskostnaður Guðný Hjaltadóttir skrifar 19. maí 2021 15:01 Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegum könnunum á fjórðungur launafólks innan ASÍ og BSRB erfitt með að ná endum saman og 5-7.000 manns búa í ósamþykktu íbúðarhúsnæði. Þessi staða hluta launafólks endurspeglaðist í erfiðum kjaraviðræðum aðila vinnumarkaðarins árið 2019 þar sem verkalýðshreyfingin gerði kröfu um umtalsverðar launahækkanir þvert á hinn almenna vinnumarkað. Krafan byggði á því að laun starfsfólks eigi að duga til að ná endum saman sem er eðlileg krafa enda hafa ábyrg fyrirtæki ekki hagsmuni af því að starfsfólk þeirra standi illa fjárhagslega. Þau verðmæti sem fyrirtæki skapa eru þó ekki óþrjótandi og kemur það sér því mjög illa fyrir þau þegar fyrir hendi er utankomandi breyta sem étur upp laun starfsfólks. Húsnæðiskostnaður. Fasteignaverð er breyta sem langflest fyrirtæki landsins hafa enga möguleika til að hafa áhrif á. Engu að síður borga þau fyrir hækkanir á fasteignamörkuðunum, hvort sem það er í formi launahækkana, leigu eða fasteignagjalda (sem sveitarfélögin hafa lítið lækkað þrátt fyrir mikla hækkun fasteignamats). Síhækkandi fasteignaverð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis hefur haft neikvæð áhrif á flest fyrirtæki landsins. Hátt fasteignaverð á landinu má rekja til nokkurra samverkandi þátta. Þar hefur framboðsskortur verið fyrirferðarmestur sem sökudólgur undanfarið en þó virðist vera ágreiningur um þann skort sökum þess að rauntímagögn skortir og því ljóst að fleira kemur til. Hafa enda m.a. engar hömlur verið settar við því að fjársterkir aðilar geti safnað að sér íbúðarhúsnæði og spennt upp verð á markaðnum. Samkvæmt nýlegri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar er hætt við að framboð nýrra eigna dragist saman á næstu árum vegna samdráttar í byggingariðnaði og óuppfyllt íbúðaþörf muni aukast. Kjaraviðræðurnar 2019 leystust ekki fyrr en stjórnvöld – sem töldu fram að því húsnæðismarkaðinn og áhrif hans á kjaraviðræður vart koma sér við - komu með aðgerðapakka í húsnæðismálum. Sá aðgerðapakki, ásamt vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands (vegna COVID-19), hefur þó haft þau áhrif að fasteignaverð hefur haldið áfram að hækka eða samkvæmt nýjustu tölum ca. 14% á sl. ári enda hafa aðgerðir helst haft áhrif á eftirspurnarhlið markaðarins. Þó aðgerðapakki stjórnvalda og vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið sér vel fyrir einhverja er ljóst að síhækkandi fasteignaverð hefur mjög neikvæð áhrif á hluta launþega sem enn er fastur á leigumarkaði þar sem leiga er of hátt hlutfall af ráðstöfunartekjum þeirra. Þá er skuldsetning heimilanna orðin varhugaverð. Á meðan húsnæðiskostnaður er of hátt hlutfall launa munu fyrirtæki landsins þurfa að greiða í formi launahækkana - sem hefur mest áhrif á lítil og meðalstór fyrirtæki. Þetta er vítahringur sem gengur ekki til framtíðar. Fyrirtæki landsins eru þeir aðilar sem standa undir verðmætasköpun. Ef þeim á að vegna vel verða þau að geta treyst á að starfa í umhverfi þar sem launakostnaður verður ekki of hátt hlutfall af þeim verðmætum sem þau geta skapað. Ábyrgð ríkis og sveitarfélaga við að tryggja stöðugleika á fasteignamarkaði, fullnægjandi framboð og húsnæði á viðráðanlegu verði er mikil og þar hafa þau einfaldlega brugðist. Það hefur ekki einungis haft í för með sér mikinn kostnað fyrir flest fyrirtæki í landinu heldur hefur hún í för með sér félagslegan óstöðugleika, aukinn ójöfnuð, fjárhagsáhyggjur og streitu sem bitnar iðulega á börnum. Stjórnvöld og sveitarfélög verða að fara að axla ábyrgð sína í húsnæðismálum. Það er sameiginlegt hagsmunamál fólks og (flestra) fyrirtækja á landinu að húsnæðiskostnaður sé viðráðanlegur. Greinahöfundur er lögfræðingur Félags atvinnurekenda.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun