Stefnir í fullt sóttkvíarhótel í dag eða á morgun Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. apríl 2021 10:59 Gylfi Þór Þorsteinsson er forstöðumaður farsóttarhúsa Rauða krossins. Vísir/Vilhelm Hótel Baron við Barónstíg í Reykjavík verður að öllum líkindum tekið í notkun sem sóttkvíarhótel í dag eða á morgun. Þar er allt klárt að sögn forstjóra Sjúkratryggina Íslands. Gert er ráð fyrir að sóttkvíarhótelið við Þórunnartún fyllist í dag. Tvö hundruð herbergi eru nú í notkun á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún en á hótelinu eru 320 herbergi. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa, segir hótelið vera að fyllast. „Bara í dag eða á morgun. Það er töluvert mikið af flugi að koma á morgun, sunnudag. Þannig að nú þurfum við að hafa hraðar hendur og opna á nýjum stað,“ segir Gylfi. Sjúkratryggingar Íslands útvega nýtt húsnæði. María Heimisdóttir, er forstjóri Sjúkratryggina. „Það getur verið að hótelið fyllist í dag. Það er hótel Barón sem er þarna ekkert langt frá og þar eru 120 herbergi,“ segir María. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Baldur Eruð þið tilbúin að taka það í notkun strax í kvöld? „Já, það verður tilbúið í dag. Það er allur búnaður komin þarna niður eftir og það er klár mannskapur þannig það er allt tilbúið.“ Búist þið við að opna fleiri hótel? „Það er ekki ólíklegt og við erum með ákveðið plan um það hvernig það yrði leyst.“ Gylfi Þór segir að heilt yfir hafi gengið vel síðustu daga. „Það er bara fjöldi allur af fólki og fólk er misjafnt og hlutirnir ganga bara mjög vel. Gestir eru sáttir og nú er þetta bara þeirra val að koma til okkar þannig að það minnkar flækjustigið til mikilla muna og þetta gengur heilt yfir mjög vel, bæði í Reykjavík og á Egilstöðum,“ segir Gylfi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Tvö hundruð herbergi eru nú í notkun á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún en á hótelinu eru 320 herbergi. Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður sóttvarnahúsa, segir hótelið vera að fyllast. „Bara í dag eða á morgun. Það er töluvert mikið af flugi að koma á morgun, sunnudag. Þannig að nú þurfum við að hafa hraðar hendur og opna á nýjum stað,“ segir Gylfi. Sjúkratryggingar Íslands útvega nýtt húsnæði. María Heimisdóttir, er forstjóri Sjúkratryggina. „Það getur verið að hótelið fyllist í dag. Það er hótel Barón sem er þarna ekkert langt frá og þar eru 120 herbergi,“ segir María. María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands.Vísir/Baldur Eruð þið tilbúin að taka það í notkun strax í kvöld? „Já, það verður tilbúið í dag. Það er allur búnaður komin þarna niður eftir og það er klár mannskapur þannig það er allt tilbúið.“ Búist þið við að opna fleiri hótel? „Það er ekki ólíklegt og við erum með ákveðið plan um það hvernig það yrði leyst.“ Gylfi Þór segir að heilt yfir hafi gengið vel síðustu daga. „Það er bara fjöldi allur af fólki og fólk er misjafnt og hlutirnir ganga bara mjög vel. Gestir eru sáttir og nú er þetta bara þeirra val að koma til okkar þannig að það minnkar flækjustigið til mikilla muna og þetta gengur heilt yfir mjög vel, bæði í Reykjavík og á Egilstöðum,“ segir Gylfi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira