ISIS-brúður fær ekki að snúa aftur til Bretlands Samúel Karl Ólason skrifar 26. febrúar 2021 21:46 Shamima Begumvar fimmtán ára gömul þegar hún fór til Sýrlands með tveimur öðrum stúlkum. Hinar tvær eru taldar hafa dáið í Sýrlandi. Getty/Laura Lean Hæstiréttur Bretlands hefur komist að þeirri niðurstöður að Shamima Begum gekk til liðs við Íslamska ríkið þegar hún var fimmtán ára gömul, megi ekki snúa aftur til Bretlands til að berjast fyrir ríkisborgararétti sínum. Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019. Bretland Sýrland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Begum var svipt breskum ríkisborgara sínum árið 2019, eftir að hún endaði í sérstökum búðum fyrir ISIS-liða og fjölskyldur þeirra í norðurhluta Sýrlands. Það var eftir að Baghuz, síðasti bær kalífadæmis ISIS, féll fyrir sýrlenskum Kúrdum og Bandaríkjunum. Hún er nú 21 árs gömul og hefur hún höfðað mál vegna sviptingarinnar. Lögmenn hennar segja hana ekki geta verið í búðunum í Sýrlandi á meðan þá málaferli standa yfir. Lögmenn hennar segjast ekki fá aðgang að henni í búðunum og því þurfi að flytja hana til Bretlands vegna málaferlanna. Sú krafa hefur nú farið í gegnum öll dómstig Bretlands. Allir fimm dómarar Hæstaréttar voru sammála um hún hefði ekki rétt á því að koma til Bretlands og færa rök fyrir því af hverju ekki ætti að svipta hana ríkisborgararétti, samkvæmt frétt Sky News. Áður höfðu dómarar sagt að hún hefði rétt á því að koma til Bretlands og mótmæla sviptingunni: Stjórnvöld áfrýjuðu þeim úrskurði til Hæstaréttar, sem hefur nú komist að lokaniðurstöðu. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að heimkoma hennar gæti ógnað öryggi almennings og aukið hættu á hryðjuverkaárásum. Að réttur hennar til réttarhalda trompi ekki áhyggjur um öryggi almennings. Þar segir einnig, samkvæmt BBC, að réttast sé að fresta málinu um ríkisborgararétt hennar, þar til hún geti tekið þátt í því frá Sýrlandi, eins og aðrir hafa þegar gert. Begum og tvær vinkonur hennar ferðuðust til Sýrlands árið 2015. Þá fóru vígamenn hryðjuverkasamtakanna eins og stormsveipur um Írak og Sýrlands og lögðu undir sig stórt landsvæði. Samhliða því birtu samtökin áróður á netinu og einnig myndir og myndbönd af fjölmörgum ódæðum vígamanna, eins og fjöldamorð og grimmilegar aftökur. Þegar þær komu til Raqqa, sem var höfuðborg kalífadæmis Íslamska ríkisins, bjuggu þær í húsi með öðrum stúlkum og ungum konum sem gengu til liðs við hryðjuverkasamtökin. Þar voru þær geymdar þar til eiginmaður fannst fyrir þær. Talið er að báðar vinkonur hennar sem fóru með hanni hafi fallið í átökum. Síðan hún var handsömuð hefur Begum verið í áðurnefndum búðum og hafa þrjú börn hennar dáið síðan í janúar 2019.
Bretland Sýrland Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira