Sýrland

Fréttamynd

Kourani sótti um náðun af heil­brigðis­á­stæðum

Sjálfstæð náðunarnefnd hefur umsókn frá Mohamad Th. Jóhannessyni, áður Kourani, um náðun af heilbrigðisástæðum til meðferðar. Aðeins ár er liðið frá því að hann hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir tilraun til manndráps og fleiri brot.

Innlent
Fréttamynd

Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð

Síðasta sunnudag brutust út blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra hópa Drúsa og Bedúína. Nýviðtekin ríkisstjórn Sýrlands, undir forystu Ahmads al-Sharaa, sendi herlið í borgina undir því yfirskini að stilla til friðar en við það stigmögnuðust átökin.

Erlent
Fréttamynd

Ættingjar að verða fyrir hrylli­legum ódæðum

Drúsar búsettir á Íslandi boðuðu síðdegis í dag til mótmæla fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig í Reykjavík. Um er að ræða önnur mótmælin á þremur dögum en tilefnið eru blóðug átök í borginni Sweida í suðurhluta Sýrlands á milli Drúsa og Bedúína. 

Innlent
Fréttamynd

Drúsar mót­mæla við sendi­ráðið

Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið.

Innlent
Fréttamynd

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki

Milli Swuayda-fjallanna og þeirra eldfjallasteina sem hafa geymt sögur um þrautseigju og reisn í gegnum aldir, blossaði í júlí 2025 upp eitt alvarlegasta mannréttindabrot síðustu ára í suðurhluta Sýrlands. Milli fjöldamorða, vígvalla á almannafæri og brota á grundvallarréttindum mannsins, lifir héraðið þar sem meirihluti íbúanna eru Drúsar, í myrkri sem hylur öll vonarmerki.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­úr­skarandi Ís­lendingur loksins orðinn Ís­lendingur

Kona sem var tilnefnd „framúrskarandi ungur Íslendingur“ síðasta haust hefur nú formlega hlotið íslenskan ríkisborgararétt. Henni var brottvísað til Venesúela í vetur en er frá Suweida í Sýrlandi, þar sem blóðug átök hafa geisað síðustu viku. Hún segir margt líkt milli Suweida og Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ísrael og Sýr­land hafi samið um vopna­hlé

Ísrael og Sýrland hafa komist að samkomulagi um vopnahlé eftir að Ísrael blandaði sér í átök sýrlenska stjórnarhersins við vígahópa fyrr í þessari viku. Þetta staðhæfir sérstakur erindreki Bandaríkjanna í málefnum Sýrlands.

Erlent
Fréttamynd

Trump segir fólki að yfir­gefa Tehran hið snarasta

Íranar halda áfram að skjóta eldflaugum á Ísrael, eftir að Ísraelar hafa gert umfangsmiklar loftárásir í Íran. Eldflaugunum virðist þó fara sífellt fækkandi og Ísraelar segjast hafa tryggt sér yfirráð í háloftunum yfir Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í kvöld að allir íbúar Tehran, höfuðborgar Íran, ættu að flýja en Bandaríkin hafa verið að flytja umtalsverðan herafla til Mið-Austurlanda.

Erlent
Fréttamynd

Skjöl stað­festa að Tice var í haldi Assad-liða

Áður óséð skjöl hafa loksins staðfest að bandaríski blaðamaðurinn Austin Tice var handsamaður af stjórnvöldum Bashars al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands. Hann hvarf nærri Damascus, höfuðborg landsins, í ágúst 2012 en Assad-liðar höfnuðu því ítrekað að hafa hann í haldi.

Erlent
Fréttamynd

Nei, það verður ekki að vera Ísrael, það er Ísrael

„Verður það að vera Ísrael?“ spyr alþjóðastjórnmálafræðingurinn Hjörtur J. Guðmundsson í grein á Vísi 30. maí síðastliðinn. Þar vísar hann til þess að fyrir tíu árum réðust vígamenn Ríkis íslams inn í flóttamannabúðirnar Yarmouk í Sýrlandi þar sem Palestínumenn höfðust við og beittu þar miklu ofbeldi en meðan á því gekk heyrðist vart múkk í þeim hér á landi sem hæst hafa þegar Palestínumenn á Gaza og Vesturbakkanum eru annars vegar.

Skoðun
Fréttamynd

Mikil­vægur fundur með Íran fram­undan

Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, heimsótti Donald Trump, forseta Bandaríkjanna í Hvíta húsið. Þeir ræddu meðal annars tollgjöld forsetans, fund Bandaríkjamanna við Íran og átök á milli Ísrael og Gasa. 

Erlent
Fréttamynd

Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla

Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan.

Erlent
Fréttamynd

Stefna á víð­tækar ferðatakmarkanir

Stjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, stefnir á að gefa út víðtækar ferðatakmarkanir fyrir ríkisborgara 43 landa. Löndunum er skipt í þrjú stig en ríkisborgum ellefu landa verður alfarið bannað að ferðast til Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Feldu næst­ráðandi leið­toga Íslamska ríkisins

Bandaríkjamenn felldu á dögunum leiðtoga Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi í loftárás. Abdallah Makki Muslih al-Rifai, sem gekk einnig undir nafninu Abu Khadijah var felldur í Anbar-héraði í Írak, auk annars vígamanns, þegar bíll þeirra var sprengdur í loft upp en hann er sagður hafa verið næstráðandi innan hryðjuverkasamtakanna á heimsvísu.

Erlent
Fréttamynd

Fleiri hundruð ó­breyttra borgara drepnir

Öryggissveitir nýrra stjórnvalda í Sýrlandi eru sagðar hafa drepið minnst 745 óbreytta borgara í um það bil þrjátíu fjöldaaftökum í vesturhluta landsins. Umfangsmikil átök hafa átt sér stað milli uppreisnarmanna úr röðum Alavíta og stjórnvalda í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi undanfarna daga.

Erlent
Fréttamynd

Mann­skæð á­tök í Sýr­landi

Umfangsmikil átök hafa átt sér stað í Latakía- og Tartushéruðum í vestanverðu Sýrlandi í gær og í morgun eftir að uppreisnarmenn úr röðum Alavíta, þjóðflokksins sem Bashar al-Assad, fyrrverandi einræðisherra ríkisins, tilheyrir, sátu fyrir öryggissveitum nýrra stjórnvalda. Að minnsta kosti sextán féllu í umsátrinu og margir munu hafa látið lífið í átökum sem fylgdu þar á eftir.

Erlent
Fréttamynd

Af­sökunar­beiðni og ein­ræðis­herra í skiptum fyrir flota­stöð?

Ráðamenn í Rússlandi vinna hörðum höndum að því að tryggja sér áframhaldandi notkun á flotastöð sem þeir hafa haft til afnota í Sýrlandi um árabil. Eftir fall ríkisstjórnar Bashars al-Assad hafa Rússar dregið verulega úr viðveru sinni í Sýrlandi en hafa átt í miklum viðræðum við nýja ríkisstjórn landsins og Ahmed al-Sharaa (áður Abu Mohammed al-Jolani), leiðtoga hennar.

Erlent
Fréttamynd

Tekur form­lega völd í Sýr­landi en heitir kosningum

Ahmed al-Sharaa, sem gekk lengi undir nafninu Abu Mohammed al-Jolani, hefur tekið sér hlutverk starfandi forseta Sýrlands. Þá hafa uppreisnarleiðtogar í landinu samþykkt að leysa uppreisnarhópa sína upp og stofna sameinaðan sýrlenskan her.

Erlent
Fréttamynd

Kristnir mót­mæla í Sýr­landi vegna brennu á jóla­tré

Hundruðir mótmælenda marséruðu um kristin hverfi Damaskusborgar í Sýrlandi í dag til að mótmæla því að jólatré hafi verið brennt í norðanverðu landinu. Mótmælendur krefjast þess að ný ríkisstjórn standi vörð um réttindi kristinna og annarra minnihlutatrúarhópa.

Erlent
Fréttamynd

Vara við upp­risu ISIS

Leiðtogar regnhlífarsamtakanna Syrian democratic forces í Sýrlandi, sem er að mestu stýrt af sýrlenskum Kúrdum, hafa varað við því að vígamenn íslamska ríkisins séu tilbúnir til að láta að sér kveða aftur. Upprisa þeirra sé í raun þegar hafin og umsvif ISIS í eyðimörkinni milli Sýrlands og Írak hafi aukist frá falli Assad-stjórnarinnar.

Erlent