Tuttugu og tveir látnir eftir sjálfsmorðsárás í kirkju Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. júní 2025 23:59 Sýrlensk stjórnvöld segja Ríki íslams bera ábyrgð á hryllingnum. EPA/Mohammed al-Rifai Tuttugu og tveir eru látnir og sextíu og þrír særðir eftir sjálfsvígsárás í kirkju í Damaskus í dag. Íslamska ríkið ber ábyrgð á árásinni samkvæmt sýrlenskum stjórnvöldum. Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir. Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Árásin er sú fyrsta sinnar tegundar sem framin hefur verið í Sýrlandi frá því að Bashar al-Assad fyrrverandi forseta var steypt af stóli í desember og ný stjórn íslamista tók við völdum. Samkvæmt umfjöllun Guardian gekk maður með tengsl við Ríki íslams inn í gríska rétttrúnaðarkirkju helgaða Sankti Elíasi í gamla kristna hverfi Damaskusborgar á meðan íbúar báðu. Hann hóf skothríð og sprengdi sig svo í loft upp með sjálfssprengivesti. Sjónarvottar segja byssumennina hafa verið tvo og að hinn hafi skotið á viðstadda en ekki sprengt sig í loft upp í kjölfarið. „Fólkið bað í öryggi sínu fyrir augliti guðs. Það voru 350 manns að biðja í kirkjunni,“ hefur Guardian eftir Fadi Ghattas sem kveðst hafa séð tuttugu hið minnsta láta lífið. Ríki íslams safnar kröftum Á myndefni sem fréttamenn Guardian hafa undir höndum sjást kirkjubekkirnir kastast á hvolf þegar höggbylgja sprengingarinnar skall á þá og blóðug lík safnaðarbarnanna limlestast af krafti hvellsins. Íbúar í nágrenninu segjast hafa orðið vara við háværan hvell og sírenuvæl í kjölfarið. Árásin er sú fyrsta sem Ríki íslams hefur gert í Sýrlandi eftir að hafa látið lítið fyrir sér fara undanfarna mánuði. Hryðjuverkasamtökin hafa reynt að nýta sér stjórnleysið í landinu í kjölfar falls og flótta Assad til að gera sig gildandi á nýjan leik. Samkvæmt upplýsingum heimildamanna Guardian í hinni nýviðteknu sýrlensku stjórnsýslu tókst þeim að sanka að sér vopnum og skotfærum þegar herlið Assad liðaðist nær fyrirvaralaust í sundur í desember síðastliðnum. Sjá einnig: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Hin nýju sýrlensku stjórnvöld, sem lúta stjórn fyrrum leiðtoga andspyrnuhópsins íslamska Hayat Tahrir al-Sham, hafa heitið því að standa vörð um öryggi og réttindi minnihlutahópa í landinu og hafa einnig gert ítrekaðar atlögur að vígum Ríkis íslams. Kallað eftir aðgerðum „Þessi huglausa gjörð stangast á við þau gildi borgarans sem sameina okkur öll. Við sem Sýrlendingar leggjum áherslu á mikilvægi þjóðareiningar og borgaralegs friðar og köllum eftir því að styrkt verði bræðralag allra hópa samfélagsins,“ er haft eftir Hamza al-Mustafa upplýsingamálaráðherra Sýrlands. Geir Pedersen, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málum Sýrlands tekur í sama streng. Hann segir árásina viðurstyggilegan glæp og kallar eftir því að stjórnvöld rannsaki málið ítarlega og ráðist í aðgerðir.
Sýrland Tengdar fréttir Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37 Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00 Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Donald Trump Bandaríkjaforseti hitti í morgun Ahmed al-Sharaa bráðabirgðaforseta Sýrlands, á fundi í Sádi-Arabíu. 14. maí 2025 08:37
Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Ný ríkisstjórn hefur verið mynduð í Sýrlandi. Forseti landsins hefur útnefnt 23 ráðherra sem munu starfa þangað til að unnt verði að halda kosningar. 30. mars 2025 00:00
Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Aðstæður í al Hol búðunum í Sýrlandi, þar sem sýrlenskir Kúrdar hafa um árabil haldið eiginkonum og börnum ISIS-liða, hafa versnað til muna að undanförnu. Árásir eru tíðar og ógnin frá Íslamska ríkinu hefur aukist, bæði utan búðanna og innan. 19. mars 2025 13:01