Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Smári Jökull Jónsson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 20. júlí 2025 23:44 Houssam Alamatouri og Amal Sneih Farrag hafa búið um nokkurt skeið á Íslandi. Vísir/Lýður Valberg Sýrlendingar búsettir hér á landi segja þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni Sweida. Ríkisstjórn landsins ætli að útrýma minnihlutahópum og hafi brotið gegn vopnahléi í gær. Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu. Sýrland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Hundruð hafa látist í borginni Sweida í Sýrlandi eftir að átök brutust þar út síðastliðinn sunnudag milli hópa Drúsa og Bedúína. Houssam og Amal hafa verið búsett hér á landi í nokkur ár. Þau tilheyra minnihlutahópi Drúsa sem telur um eina milljón á heimsvísu og býr um helmingur þeirra í Sýrlandi. Þau segja ástandið í Sweida skelfilegt. Ríkisstjórnin beri ábyrgð á öllu sem gerst hafi. „Þúsundir hermanna réðust á okkur, brenndu kirkjur, brenndu hús og námu konur á brott. Þeir myrtu börn og frömdu hræðileg fjöldamorð,“ segir Houssam Alamatouri. Ríkisstjórnin ætli að útrýma minnihlutahópum Houssam segir þjóðernishreinsun eiga sér stað í borginni og að ekki sé hægt að trúa orðum ríkisstjórnarinnar sem stjórni fjölmiðlum landsins. „Við erum almennir borgarar, búum í húsum okkar og yfirgefum þau ekki. Þetta fólk kom eingöngu af því að það aðhyllist þessi trúarbrögð. Við erum drúsar og kristnir og búum í þessari friðsömu borg. Því miður er það hið eina sem þeir hafa á okkur er að við tilheyrum þessum minnihlutahópum,“ segir hann. Þau segja ríkisstjórnina ætla að útrýma minnihlutahópum. Í gær bárust fréttir af vopnahlé Ísraels og Sýrlands eftir að Ísrael blandaði sér í átökin í Sweida. Amal segir ríkisstjórinina hafa brotið gegn því. „Ég veit ekki af hverju þeir réðust á okkur því þeir brutu vopnahléssamninginn. Stjórnvöld segja hins vegar hið gagnstæða. Við treystum ekki stjórnvöldum,“ segir Amal Sneih Farrag. Þau sögðust bara vilja að Sýrlandi sé stjórnað af lýðræðislega kjörinni ríkisstjórn þar sem fólk geti lifað í sátt og samlyndi. Mikil þörf sé á aðstoð í borginni. „Við þurfum að fá Rauða krossinn og Sameinuðu þjóðirnar á staðinn. Stjórnvöld hafa endurtekið þetta nokkrum sinnum á síðustu sex mánuðum og við treystum þeim ekki lengur,“ segir Houssam. Þögul mótmæli við sendiráðið Samfélag Drúsa á Íslandi stóð fyrir þöglum mótmælum við bandaríska sendiráðið fyrr í dag. Bandaríkjastjórn styður starfandi forseta Sýrlands, Ahmed al-Sharaa, eftir að Bashar al-Assad var steypt af stóli. Mótmælendur kröfðust þess að Bandaríkjamenn myndu koma á fót hjálparstöðvum á Sweida, og gera það sem hægt er til að koma á friði á svæðinu.
Sýrland Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira