Milljónamarkaður ferðaþjónustunnar - keyrum þetta í gang Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar 22. febrúar 2021 12:00 Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Enn strangari sóttvarnaraðgerðir tóku gildi á landamærunum 19. febrúar s.l. Þetta hefur glumið í fjölmiðlum og sjónum beint að því hversu ómögulegt það er fyrir fólk að ferðast milli landa nú á tímum. En heimsfaraldurinn er í rénun því fjöldi nýrra smita er hratt á niðurleið. Bóluefnin eru komin í dreifingu og það er líka jákvætt. Ekki ætla ég að gera lítið úr þeirri gríðarlegu kreppu sem ferðaþjónusta á Íslandi glímir nú við og það hryggir mig að sjá svo marga af mínum góðu vinum og fyrrum samstarfsfólki í fluginu vera atvinnulaust og í óvissu með framtíðina. En nú hlýtur að fara verða lag til að bretta upp ermar og hætta stöðugt að horfa á þetta neikvæða og leggjum áherslu á tækifærin sem eru til staðar. Vissulega er búið að herða takmarkanir á landamærunum þannig að upplifun fólks er sú að þau séu harðlokuð. En það er samt ekki alveg lokað og sá hópur sem getur ferðast hingað til lands fer sístækkandi. Ástæðan er sú að sá hópur sem þegar hefur greinst með veiruna og hefur jafnað sig, ásamt þeim sem hafa verið bólusettir, stækkar mjög hratt og þennan hóp má bjóða velkominn hingað til lands og sleppa honum við skimun og sóttkví. Nú þegar þetta er skrifað hafa meira en 110 milljónir manna verið greind með staðfest smit af Covid 19 í heiminum. Dánartíðni er sem betur fer lág þannig að sá stóri hópur sem hefur greinst og náð bata má ferðast til Íslands. Ef við skoðum nokkur nágrannalönd okkar eins og t.d. Bretland þá eru þar yfir 4 milljónir greindra smita. Meira en 600 þúsund manns hafa greinst í Svíþjóð, yfir 200 þúsund manns í Danmörku og nærri 70 þúsund í Noregi. Þetta er nú þegar stór markaður til að bjóða velkomna hingað til lands. Bretar voru fyrstir Evrópuþjóða til að hefja bólusetningu og því er sá hópur ört stækkandi líka, bæði í Bretlandi og í öðrum löndum. Allur þessi hópur má ferðast hingað og af honum stafar engin sérstök hætta. En veit fólkið það? Í umræðunni finnst mér við einblína um of á að loka landamærunum í stað þess að fókusa á þann fjölda fólks sem nú þegar er opið fyrir. Þessu til áréttingar segir á vef stjórnarráðsins: „Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.“ Á Íslandi eru um 6000 manns sem greinst hafa með veiruna og náð bata og eru í kjörstöðu til að ferðast að vild ásamt þeim rúmlega 10 þúsund einstaklingum sem þegar eru komnir með bólusetningu. Ef fram heldur sem horfir þá náum við yfirhöndinni yfir faraldrinum og stöðugt fleiri munu geta ferðast milli landa. Því fyrr sem við setjum okkur að grípa tækifærin og efla ferðaþjónustuna á nýjan leik, því fyrr náum við að komast út úr þessari kreppu og minnka atvinnuleysi og bæta hag fólks. Með von um betri tíð og blóm í haga. Höfundur er flugmaður.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun