Neitaði að borga reikninginn á veitingastað og var vistuð í fangageymslu Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2021 07:44 Lögregla heimsótti tvö veitingahús í gærkvöldi, annað vegna viðskiptavinar en hitt vegna sóttvarnabrota. Mynd/Almannavarnir Lögregla var kölluð til á ellefta tímanum í gærkvöldi vegna konu á veitingahúsi í miðbæ Reykjavíkur. Konan hafði neitað að greiða reikninginn á veitingastaðnum og gaf ekki upp nafn eða kennitölu þegar lögregla kom á vettvang. Var hún vistuð sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Tæpum klukkutíma síðar var lögregla aftur við störf á veitingahúsi, í það skiptið vegna brots á sóttvarnalögum. Þá var klukkan 23:05 og voru gestir enn inn á staðnum, en samkvæmt núgildandi reglugerð mega veitingastaðir hafa opið til 22. Skýrsla var rituð um málið samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Þá var töluvert um samkvæmi, en frá miðnætti til klukkan fimm í morgun voru 22 mál skráð vegna samkvæmishávaða. Eitt samkvæmið fór fram í Laugardal en þar hafði óvelkominn maður reynt að komast inn í húsnæðið og var lögregla kölluð til rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Maðurinn er einnig grunaður um brot á vopnalögum, en hann fékk að yfirgefa vettvang ásamt vini sínum. Tvö innbrot voru tilkynnt til lögreglu, annað í fjölbýlishúsi í Hlíðahverfi upp úr klukkan níu þar sem farið var inn í bifreið og stolið ýmsum munum. Hið seinna var í Laugardal rétt eftir miðnætti en þar sá eigandi bíls þegar maður tók saman muni úr bílnum. Þjófurinn reyndi að hlaupa í burtu þegar eigandinn kom að bílnum en var að lokum stöðvaður og í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Ósáttur við myndatökur af konunni Rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi var tilkynnt um líkamsárás í Hlíðahverfi. Þar hafði maður orðið ósáttur þegar annar maður tók myndir af konu hans samkvæmt dagbók lögreglu. Ekki er vitað hverjir áverkar árásarþola voru eftir árásina. Tveir ökumenn voru stöðvaðir vegna gruns um ölvunarakstur og þrír vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, þar af einn sem er sautján ára gamall. Lögregla hafði samband við móður ökumannsins og var málið tilkynnt til Barnaverndar í kjölfarið. Þá hafði lögregla afskipti af manni á rafskútu í Kópavogi á ellefta tímanum, en sá er grunaður um vörslu fíkniefna. Í dagbók lögreglu er að finna eina tilkynningu um þjófnað úr verslun, en sú barst lögreglu rétt fyrir klukkan 18 í gærkvöldi. Þar hafði maður verið stöðvaður eftir að hann reyndi að yfirgefa verslun í miðbænum með matvöru fyrir 25 þúsund krónur. Maðurinn viðurkenndi brotið og var skýrsla rituð um málið.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Veitingastaðir Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira