Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu Andri Eysteinsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 30. apríl 2020 19:33 Frá fundi almannavarna í dag. Mynd/Lögreglan. Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu. Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira
Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf. Skólamál voru til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í dag en starf leik- og grunnskóla hefst með hefðbundnum hætti 4. maí. Nám í framhalds- og háskólum verður háð fjölda og fjarlægðartakmörkunum. Skólameistari Tækniskólans segir að vel hafi gengið en skólafólk hafi áhyggjur. „Helsta áskorun og áhyggjuefni stjórnenda á framhaldsskólastiginu hefur verið brotthvarf nemenda og mikið hefur verið gert til að koma í veg fyrir það,“ sagði Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans. Starfsfólk skólans hefur hringt á annað þúsund símtöl til að ýta við og hvetja nemendur áfram Sviðsstjóri fjölskyldusviðs Árborgar segir að víðast hvar hafi vel gengið í grunnskólum en nokkrir hópar skeri sig úr. „Því miður hafa allmargir nemendur að erlendum uppruna ekki fengið nógu mikla íslensku kennslu því miður og margir sem eru fatlaðir hafa ekki fengið næga kennslu þannig að við verðum að huga að þessum hópum,“ sagði Þorsteinn Hjartarson sviðsstjóri. Við höfum vissulega áhyggjur af ákveðnu hópi nemenda sem hafa verið að glíma við alls konar áhyggjur og kvíða og þá er mikilvægt að bjóða upp á úrræði,“ sagði sviðstjórinn. Rektor Háskóla Íslands hefur ekki fengið brottfallstölur en einhverjir hafi þurft að hætta námi. „Við höfum reynt að vinna málið þannig að það hafi verið minna brottfall. Ég vona svo sannarlega að það hafi ekki margir lent í þessum hópum en því miður er mögulegt að þar séu einhverjir. Félagsmenn í Eflingu sem stefna í verkfall í næstu viku voru hvattir til að semja en það mun hafa áhrif á grunnskóla í nokkrum sveitarfélögum. Þorsteinn sviðsstjóri sagði það valda áhyggjum og Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hvatti samningsaðila til að ná saman. „Gera allt, sem í þeirra valdi stendur til þess að leysa þessa deilu,“ sagði Víðir. Engin greindist með kórónuveirusmit síðasta sólarhring sex eru á spítala og engin á gjörgæslu.
Skóla - og menntamál Árborg Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Fleiri fréttir Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Sjá meira