Fréttir af veikindum Kim Jong-un sagðar stórlega ýktar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 16:51 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu. vísir/afp Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár. Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Teymi kínverskra lækna hefur verið sent yfir landamærin til Norður-Kóreu, til þess að fylgjast náið með heilsu Kim Jong-un, leiðtoga landsins. Síðustu daga hafa borist fregnir af því að leiðtoginn sé alvarlega veikur, og hafa sumir miðlar birt óstaðfestar fréttir af andláti hans. Guardian greinir frá því að teymi kínverskra lækna hafi verið sent til Norður-Kóreu til þess að sinna Kim. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar fer fulltrúi alþjóðlegrar samskiptastofnunar kínverska kommúnistaflokksins fyrir læknahópnum. Stofnunin sér um langstærstan hluta samskipta milli kínverskra og norðurkóreskra stjórnvalda. Þrátt fyrir fréttir víða að um að Kim væri hætt komin eftir að hafa gengist undir aðgerð hafa fulltrúar bæði suðurkóreskra og kínverskra stjórnvalda hafnað því alfarið. Eins segjast embættismenn frá Suður-Kóreu, sem fylgist grannt með nágrönnum sínum í norðri, ekki hafa merkt neitt óvenjulegt við virkni Norður-Kóreu undanfarið. Bandaríkjamenn fylgjast grannt með gangi mála Þá hefur Donald Trump Bandaríkjaforseti tjáð sig um málið. Síðastliðinn föstudag sagðist hann telja að fregnir af alvarlegum veikindum Kim væru rangar. Hann vildi þó ekki staðfesta hvort hann hefði verið í samskiptum við fulltrúa norðurkóreskra yfirvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagðist við sama tilefni ekki hafa neitt um málið að segja að svo stöddu, annað en að fylgst væri grannt með framvindu þess. Donald Trump telur fréttir af alvarlegum veikindum Kim Jong-un ekki réttar.Vísir/EPA Norðurkóreskir ríkismiðlar fjölluðu síðast um nákvæma staðsetningu Kim Jong-un þann 11. apríl, þegar hann stýrði fundi. Ekki var greint frá því hvort hann væri viðstaddur samkomu til að fagna afmælisdegi afa síns, Kim Il-sung, þann 15. apríl síðastliðinn. Kim Il-sung er í hávegum hafður í Norður-Kóreu, í það minnsta af valdhöfum. Hann var fyrsti leiðtogi ríkisins, frá stofnun þess 1948 til dauðadags 1994. Þá tók Kim Jong-il, sonur hans og faðir núverandi leiðtoga, við. Hann andaðist 2011 og þá tók Kim Jong-un við völdum. Kim Jong-un, sem talinn er vera 36 ára, hefur áður horfið úr umfjöllun norðurkóreskra ríkisfjölmiðla. Árið 2014 hvarf hann af síðum blaðanna í meira en mánuð. Þegar hann sneri aftur í kastljós fjölmiðla sást hann haltra um, en óljóst er hvers vegna nákvæmlega gert var hlé á opinberum framkomum hans. Sterkt samband við Kína Kínverjar eru helstu bandamenn Norður-Kóreu og hafa veitt ríkinu mikinn stuðning, sem reynist Norður-Kóreumönnum lífsnauðsynlegur þar sem Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt þá hörðum viðskiptaþvingunum. Talið er að Kínverjar sjái hag sinn í stöðugleika innan Norður-Kóreu, þar sem ríkin eiga rúmlega 1400 kílómetra landamæri hvort að öðru. Xi Jinping, aðalritari kínverska kommúnistaflokksins og forseti Kína.LI XUEREN/EPA Talið er að kínverskir læknar hafi einnig verið sendir til Norður-Kóreu til að sjá um meðferð Kim Jong-il, þáverandi leiðtoga landsins, þegar hann fékk slag árið 2008. Á síðasta ári fór Xi Jinping, forseti Kína og leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, í fyrstu opinberu heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Norður-Kóreu í 14 ár.
Bandaríkin Norður-Kórea Suður-Kórea Kína Donald Trump Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira