Suður-Kórea

Fréttamynd

TikTok besta leitar­vélin í ferðinni til Suður-Kóreu

„Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok.

Ferðalög
Fréttamynd

Til í við­ræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi

Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, segist opinn fyrir nýjum viðræðum við Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Með þeim skilyrðum að Bandaríkjamenn hætti að krefjast þess að Kim láti kjarnorkuvopn sín af hendi. Það segist hann aldrei ætla að gera.

Erlent
Fréttamynd

„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu

Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Bretar, Kanada­menn, Suður-Kóreubúar og Þjóð­verji meðal látinna í Lissabon

Þriggja ára drengur er meðal þeirra sem komst lífs af úr toglestarslysinu sem varð í Lissabon í gær. Þjóðarsorg var lýst yfir í landinu í kjölfar slyssins en toglestin fór af sporinu og skall utan í byggingu. Að minnsta kosti átján slösuðust og sextán eru látin. Þau látnu eru frá Portúgal, Bretlandi, Suður-Kóreu, Sviss, Kanada, Þýskalandi og Úkraínu.

Erlent
Fréttamynd

Lög­festa bann gegn síma­notkun í skólum

Þingmenn í Suður-Kóreu hafa samþykkt að banna notkun farsíma og annarra snjalltækja í skólum landsins. Þá er stefnt að því að skólar kenni börnum og unglingum ábyrga snjalltækjanotkun.

Erlent
Fréttamynd

Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu

Þegar Hrefna Marcher Helgadóttir lagði af stað einsömul til Balí sumarið 2018, vissi hún ekki að ferðalagið ætti eftir að snúa lífi hennar á hvolf. Þar hitti hún Eric Poole, bandarískan hermann sem hún eyddi einum sólarhring með, og síðan var ekki aftur snúið.

Lífið
Fréttamynd

Ætla að breyta her­æfingum eftir skammir frá systur Kims

Kim Yo Jong, hin áhrifamikla systir Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hefur hafnað tilraunum nýs forseta Suður-Kóreu til að hefja viðræður ríkjanna á milli. Hún segir að þó ný ríkisstjórn hafi tekið við í suðri marki það litlar breytingar vegna fjandskapar í garð Norður-Kóreu og bandalags Suður-Kóreu og Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

And­stæðingi for­setans brottrekna spáð sigri í for­seta­kosningum

Útgönguspár benda til þess að Lee Jae-myung verði næsti forseti Suður-Kóreu. Boðað var til kosninganna eftir að Yoon Suk Yeol, fyrrverandi forseti var kærður fyrir embættisglöp fyrir að hafa lýst yfir neyðarherlögum. Yoon sakaði stjórnarandstöðuna sem er í meirihluta á suður-kóreska þinginu um að ganga erinda Norður-Kóreu.

Erlent
Fréttamynd

Skyndikosningar fram­undan í Suður-Kóreu

Nýr forseti í Suður-Kóreu verður kjörinn á morgun eftir að fyrrum forseti var vikið úr embætti fyrir að setja á herlög í landinu. Frambjóðandi Lýðræðisflokksins er talinn sigursælastur.

Erlent
Fréttamynd

Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst

Leyniþjónusta Suður-Kóreu áætlar að um sex hundruð hermenn frá Norður-Kóreu hafi fallið í átökum við Úkraínumenn. Rúmlega fjögur þúsund eru sagðir hafa særst en heilt yfir er talið að Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi sent um fimmtán þúsund dáta til Rússlands.

Erlent
Fréttamynd

Kaup­hallir rétta úr kútnum

Markaðir í Asíu og Evrópu hafa brugðust vel við þeirri óvæntu ákvörðun Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að bíða með ofurtollahækkanir sínar á öll lönd nema Kína og voru hækkanir í flestum kauphöllum álfunnar eftir miklar lækkanir síðustu daga.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

For­seti Suður-Kóreu leystur frá em­bætti

Yoon Suk-yeol, forseti Suður-Kóreu, hefur verið leystur úr embætti af stjórnlagadómstól landsins. Dómstóllinn var einróma í ákvörðun sinni og taldi forsetann hafa brotið gegn stjórnarskránni með yfirlýsingu herlaga í desember.

Erlent
Fréttamynd

Pyttur opnaðist skyndi­lega á hrað­braut

Maður lét lífið þegar hann féll ofan í stærðarinnar vatnspytt sem opnaðist skyndilega á hraðbraut í Seoul í Suður-Kóreu í gær. Maðurinn var á mótorhjóli á hraðbrautinni þegar vegurinn hrundi undan bíl fyrir framan hann.

Erlent
Fréttamynd

Tekur við stöðu starfandi for­seta á ný

Stjórnlagadómstóll Suður-Kóreu hefur vísað frá ákærum til embættismissis á hendur forsætisráðherranum Han Duck-soo. Hann tekur því aftur við stöðunni sem starfandi forseti landsins.

Erlent
Fréttamynd

For­seti Suður-Kóreu leystur úr haldi

Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu sem var handtekinn í lok janúar, var leystur úr haldi í dag. Forsetinn var settur af og ákærður eftir að hann reyndi að koma á herlögum í landinu í desember. Hann á þó enn dómsmál yfir höfði sér en ákvörðun um varðhald yfir honum var felld úr gildi á lagatæknilegum grundvelli.

Erlent
Fréttamynd

Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíðum.

Erlent
Fréttamynd

Kennari stakk átta ára stúlku til bana

Suðurkóreska þjóðin er sögð í áfalli eftir að kennari stakk átta ára gamla stúlku til bana í grunnskóla í gær. Starfandi forseti landsins hefur fyrirskipað opinbera rannsókn á málinu.

Erlent
Fréttamynd

Birta bráða­birgða­skýrslu vegna slyssins

Yfirvöld í Suður-Kóreu munu birta bráðabirgðaskýrslu um flugslysið sem varð á flugvellinum í Muan í landinu í lok síðasta mánaðar, ekki síðar en á mánudag. Slysið er það mannskæðasta sem orðið hefur í landinu en 179 af 181 um borð létu lífið. 

Erlent
Fréttamynd

Handtökuheimild á hendur for­setanum sam­þykkt

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur gefið yfirvöldum í landinu handtökuheimild á hendur Yoon Suk Yeo forseta Suður-Kóreu í tengslum við lögreglurannsókn á herlögum sem hann hugðist setja fyrr í mánuðinum. Heimildin er fordæmalaus. 

Erlent
Fréttamynd

Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið

Um sex mínútum áður en flugvél Jeju Air skall á vegg við enda flugbrautar á flugvellinum í Muan í Suður-Kóreu, vöruðu flugumferðarstjórar við mögulegri hættu á fuglaferðum. Tveimur mínútum eftir að viðvörunin, sem þykir nokkuð hefðbundin á þessu svæði, var send lýsti flugstjórinn yfir neyðarástandi, fuglar hefðu skollið á flugvélinni og sagðist hann setja stefnuna aftur á flugvöllinn.

Erlent
Fréttamynd

Rann­saka flug­flotann í kjöl­far slyssins

Starfandi forseti Suður-Kóreu, Choi Sang-mok, hefur fyrirskipað að allur flugfloti landsins verði skoðaður með tilliti til öryggis. 179 létust í flugslysi í Suður-Kóreu í gær þegar lendingarbúnaður vélarinnar bilaði. Alls voru 181 um borð í vélinni. Tveimur flugþjónum var bjargað úr brakinu en þau fundust nærri stéli vélarinnar. Flugslysið er mannskæðasta innanlandsflugslys í sögu landsins.

Erlent