Borg án veitingahúsa? Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar 9. október 2020 13:30 Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Alþingi Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Fólk sem starfar í veitingahúsageiranum lætur nú eðlilega í sér heyra enda eru tækifæri til að skapa tekjur stöðugt að þrengjast. Áhyggjurnar eru eðlilegar, reiðin er skiljanleg. Sú staða sem er uppi um smit í samfélaginu núna gerir að verkum að gripið hefur verið til harðra sóttvarnaraðgerða. Stjórnvöld hafa farið þá leið að leggja mat á sóttvarnaraðgerðum í hendur sóttvarnaryfirvalda. Á sama tíma hafa stjórnvöld hins vegar vanrækt sitt hlutverk sem er að smíða efnahagsaðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem ekki getað skapað tekjur í núverandi ástandi. Þetta á við um veitingahúsin, kaffihúsin og vínveitingahúsin um land allt. Þetta á við um fólkið sem þar starfar. Og þetta á ekki síður við um fólk sem starfar á sviði lista og menningar. Þessir hópar hafa orðið fyrir dramatísku tekjufalli og það á við um margar aðrar greinar. Hagkerfið okkar er hringrás og þegar tekjurnar falla á einu svæði flæða áhrifin yfir á önnur. Nú blasir við að þetta erfiða tímabil þessara fyrirtækja, þessara einyrkja og einstaklinga er að lengjast. Loftlaus björgunarkútur stjórnvalda Aðgerðir í þágu fyrirtækja og einstaklinga sem hafa litla möguleika á því að skapa sér tekjur hafa verið ómarkvissar og veikburða. Stjórnvöld hafa kastað til fyrirtækja og fólks loftlausum björgunarkút og litlar upplýsingar er að hafa um hvað taki við í vetur. Verði það niðurstaðan að fjöldi veitingahúsa fari í þrot núna með tilheyrandi tapi og atvinnuleysi mun það ekki aðeins hafa áhrif á alla þá vinnu sem þar liggur að baki heldur mun það veikja okkur sem samfélag þegar ferðaþjónustan vaknar aftur til lífsins. Að Reykjavík verði þá borg án veitingahúsa. Ljósin slökkt og stólar uppi á borðum. Og þessi staða er vitaskuld ekki bundin við höfuðborgina, þó að aðgerðir þar séu harðari akkúrat núna. Ekki aðeins eru úrræði ríkisstjórnarinnar fyrir fyrirtæki sem geta lítið haldið úti starfsemi veikburða, upplýsingagjöf er lítil sem engin og fólk veit ekki hvaða forsendur búa að baki ákvörðunum. Þegar litlar upplýsingar er að fá og bjargir litlar blasir við hver niðurstaðan verður. Á sama tíma og kallað er eftir markvissum aðgerðum til stuðnings þeim atvinnugreinum sem hafa orðið verst úti þá boðar ríkisstjórnin í ofanálag skattahækkun með hækkun áfengisgjalds. Þegar fyrirtækin róa lífróður þá eru þessar álögur hækkaðar. Samstaðan er mikilvæg Við okkur blasir annar þungur vetur og því miður eru líkur til þess að hann verði okkur erfiðari ekki aðeins hvað varðar sóttvarnir, heldur einnig efnahagslega og félagslega. Annar vetur þar sem við erum að takast á við afleiðingar Covid. Samstaðan er okkur mikilvæg í baráttunni við sameiginlegan óvin, sem er veiran. Og þá þurfa stjórnvöld að vera læs á aðstæður og bregðast við í samræmi við þær. Og ekki bæta á útgjaldahlið fyrirtækja. Veikar efnahagsaðgerðir stjórnvalda samhliða hörðum sóttvarnaraðgerðum ganga ekki upp. Það verður að gera þá kröfu til stjórnvalda að þetta tvennt fari saman. Samstöðu þjóðarinnar gagnvart veirunni er stefnt í voða þegar efnahagsaðgerðir mæta ekki sóttvarnaraðgerðum. Fólk missir móðinn í sameiginlegri baráttu okkar fyrir sóttvörnum vegna þess að efnahagsaðgerðirnar skortir. Skipulagið, fyrirsjáanleikann og framtíðarsýnina skortir. Stjórnvöld verða að stíga stór skref strax eigi ekki að fara illa. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun