Borgin Þrándur í Götu samgöngusáttmála Egill Þór Jónsson skrifar 11. september 2020 11:00 Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Borgarstjórn Samgöngur Reykjavík Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 9. september birti Jórunn Pála Jónasdóttir varaborgarfulltrúi athyglisverða grein, en þar fjallar hún um skipulagsákvarðanir borgarinnar í tengslum við Samgöngusáttmálann. Þar er vakin athygli á því að borgin er ítrekað að skipuleggja framkvæmdir ofan í hálsmálið á framkvæmdum sem kveðið er á um í sáttmálanum. Einkennileg staða hefur til dæmis skapast í kringum lagningu Arnarnesvegar, en borgin hefur málað sig út í horn í því máli. Samgöngusáttmálinn Tæplega ár er síðan Reykjavíkurborg, ríkið og önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu undirrituðu svokallaðan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins. Samkomulagið felur meðal annars í sér uppbyggingu á samgönguinnviðum á höfuðborgarsvæðinu til fimmtán ára. Ein af framkvæmdunum sem flokkaðar voru sem flýtiframkvæmdir er lagning Arnarnesvegar, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Sáttmálinn kveður á um að að framkvæmdir við lagningu vegarins hefjist árið 2021, á næsta ári. Vetrargarður Til kynningar hjá borginni er nýtt hverfisskipulag Breiðholts. Ein af áhugaverðustu hugmyndunum þar er Vetrargarður við skíðabrekkuna ofan við Jafnasel. Hugmyndin er hugsuð sem skíðabrekka fyrir skólabörn og ungt fólk allt árið um kring. Þetta er líklega sú hugmynd í nýja hverfisskipulaginu sem allir Breiðhyltingar geta sammælst um. Nú þegar hugmyndir um Vetrargarð í Breiðholti eru komnar fram er þó tvísýnt hvaða áhrif það mun hafa á lagningu Arnarnesvegar. Borgargarður Elliðaárdals Meirihluti borgarstjórnar samþykkti fyrr á árinu 2020 nýtt deiliskipulag fyrir Borgargarðinn Elliðaárdal. Tilgangur deiliskipulagsins sneri að því að vernda og varðveita náttúrufar í dalnum um leið og tækifærum til útivistar í dalnum yrði fjölgað. Deiliskipulagið var umdeilt og þá sérstaklega mörk dalsins. Stór hluti dalsins hafði verið klipptur út svo hægt væri að byggja í dalnum. Hins vegar var ekki gert ráð fyrir þeim gatnaframkvæmdum sem borgin hafði skuldbundið sig til þess að fara í samkvæmt Samgöngusáttmála. Borgin í flókinni stöðu - Pólitískt sjálfskaparvíti Meirihlutinn í borginni og borgarstjóri skrifuðu undir sáttmála þess efnis að fyrrnefndur Arnarnesvegur yrði lagður, með mislægum gatnamótum við Breiðholtsbraut. Þetta hefur alltaf legið fyrir samkvæmt áætlunum Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og sem hluti af aðalskipulagi Reykjavíkur. Það er mikilvægt að staðið sé við samninga við önnur sveitarfélög. Hins vegar virðist sú aðferð meirihlutans að stilla málum upp á móti hvort öðru að vera að koma í bakið á þeim. Nú þegar tillögur að lagningu Arnarnesvegar hafa verið kynntar er ljóst að sú útfærsla, sem boðuð var með samgöngusáttmálanum sem stofnbraut með mislægum gatnamótum, skarast á við deiliskipulag Elliðaárdals. Einnig er ljóst að ákveði borgin að setja inn ljósastýrð gatnamót við Breiðholtsbraut, ógnar það fyrirhuguðum Vetrargarði og brýtur um leið samgöngusáttmálann. Borgin hefur því málað sig út í horn í þessu máli en það eru afleiðingar ákvarðanna núverandi meirihluta og ekki gott að sjá hvernig hægt verður að leysa þá stöðu sem upp er komin. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun