Ferðamennska framtíðarinnar Inga Rós Antoníusdóttir skrifar 19. ágúst 2020 14:30 Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Inga Rós Antoníusdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hvenær blómstrar ferðaþjónustan á ný? Þeirri spurningu verður því miður ekki svarað hér. En við vitum að það kemur að því, þó það verði í breyttri mynd frá því sem áður þekktist. Ekki verður nóg að landamæri verði opin, sóttkvíarákvæði lögð af og að yfirvöld gefi út yfirlýsingar um öryggi ferðamanna á áfangastað. Greinin öll þarf að sameinast um að laga sig að breytti hegðun ferðamanna, nýjum þörfum og kröfum og þarf að gera það með sannfærandi hætti. Stafræn þróun í ferðaþjónustu snýst ekki lengur eingöngu um hagræðingu á einstaka sviðum rekstursins eða bætta upplifun útvaldra ferðamanna heldur er hún grundvallaratriði í samkeppnishæfni áfangastaða og ferðaþjónustufyrirtækja á tímum Covid 19. Ferðamenn munu gera kröfu um sem snertilausastan ferðamáta frá því að þeir yfirgefa heimili sitt í upprunalandinu og þar til þeir stíga inn á hótelherbergið sitt á áfangastað sem og í sem flestum upplifunum á meðan á ferðalaginu stendur. Hér er átt við atriði á borð við snertilausar bókanir og greiðslur fyrir samgöngur til og frá flugvelli, snertilausa innritun í flug sem og snertilausa innritun á gististað. Jafnvel með ströngum hreingerningaferlum vill ferðamaðurinn ekki þurfa að snerta skjái sem eru í meira og minna stanslausri notkun allan daginn, né þurfa að taka við herbergislykli/spjaldi sem hefur verið handleikið af öðrum. Veitingastaðir bjóða nú þegar margir hverjir upp á rafræna matseðla og sjá má fyrir sér aukningu á snertilausri framreiðslu. Forrit sem byggja á augngreiningu og/eða andlitsgreiningu, sem og raddskipanir munu sjást í auknum mæli í aðgangsstýringu, t.d. við landamæravörslu, á gististöðum og bílaleigubílum. Víðast hvar í heiminum eru íbúar og ferðamenn orðnir vanir því að geta leigt sér deilibíl með notkun á snjallforriti og andlitsgreiningu einni saman. Mikilvægt er að stjórnvöld, fjárfestar og greinin átti sig á mikilvægi þess að byggja upp stafræna sjálfsmynd og að þetta sé samspil sem geti endurheimt traust ferðamanna til áfangastaða og ferðalaga almennt. Líta þarf á þetta sem fjárfestingu til framtíðar og tryggja fjármögnunarleiðir fyrir þau fyrirtæki sem hafa alla burði til að koma þannig sterkari undan vetri. Það er í þessu samhengi vert að minna á að forsendur þess að laða að og byggja upp traust ferðamanna er að öll gögn um þá séu vel varin, persónuvernd virt og að það ríki gegnsæi í meðferð gagna. Þetta verður að vera kjarninn í öllum tæknilegum lausnum.Er fyrirtækið þitt öruggur áningastaður á stafrænni vegferð ferðamannsins? Höfundur er verkefnastjóri stafrænnar þróunar hjá Ferðamálastofu.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar