Tyrkir vilja aðstoð Rússa gegn Kúrdum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2019 16:55 Vladimir Putin (t.v.) og Recep Tayyip Erdogan (t.h.) munu funda í Sochi í vikunni. getty/Mikhail Svetlov Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“ Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Sýrlenski lýðræðisherinn (SDF), her Kúrda, tilkynnti á sunnudag að allir hermenn hans hafi hörfað frá landamærabænum Ras al-Ayn. Þetta gerðu þeir til að standa við vopnahléssamning sem Bandaríkin tryggðu á milli Kúrda og Tyrkja. Greint er frá þessu á vef fréttastofu Reuters. „Engir hermenn á okkar vegum eru í borginni,“ sagði Kino Gabriel, talsmaður SDF, í tilkynningu. Fyrr í dag sögðu hersveitir Tyrkja, sem hafa tekið stjórn á nærri öllum bænum í síðustu viku, að kúrdíska YPG hersveitin væri enn í stórum hluta bæjarins. Þá var greint frá því að Tyrkir og Rússar muni ræða hvernig best sé að „fjarlægja“ kúrdísku YPG sveitirnar frá bæjunum Manbij og Kobani í norðurhluta Sýrlands. Þetta munu þeir ræða á fundi sem haldinn verður í Sochi í næstu viku. Þetta sagði Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands á sunnudag. Tyrkland stöðvaði hernaðaraðgerðir sínar í norðausturhluta Sýrlands eftir að Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, samþykkti á fimmtudag, eftir að hafa rætt við Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, að leggja niður vopn í fimm daga til að gefa YPG mönnum færi á að yfirgefa „öryggissvæðið“ svokallaða sem Tyrkir vilja hafa á landamærunum.Kúrdískir „hryðjuverkamenn“ verða fjarlægðir af landamærunum Vopnahléinu var komið á með milligöngu Bandaríkjanna en fyrir tæpum tveimur vikum tilkynnti Donald Trump, Bandaríkjaforseti, að allir 1.000 hermenn Bandaríkjahers sem staðsettir voru í norðurhluta Sýrlands, myndu snúa aftur til Bandaríkjanna. Þessi ákvörðun var harðlega gagnrýnd af alþjóðasamfélaginu og í Washington og segja margir ákvörðunina vera svik við kúrdíska bandamenn þeirra sem hafa í áraraðir verið í fylkingarbrjósti, ásamt Bandaríkjunum, í baráttunni gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki. Cavusoglu sagði í viðtali við Kanal 87 á sunnudag að það væri gríðarlega mikilvægt að Erdogan og Vladimir Putin, forseti Rússlands, funduðu í vikunni. „Við munum ræða hvernig hryðjuverkahópurinn YPG verður fjarlægður frá landamærum okkar, sérstaklega frá Manbij og Kobani, í samstarfi við Rússa,“ sagði Cavusoglu. „Við trúum því að við getum náð samkomulagi við þá og unnið saman í framtíðinni, eins og við höfum gert áður.“
Átök Kúrda og Tyrkja Rússland Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21 Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Sjá meira
Trump gaf samkomulagi Kúrda við Assad-liða blessun sína Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mótmælti því ekki að sýrlenskir Kúrdar leituðu á náðir Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og bandamanna Rússa. Það gerðu Kúrdar eftir að Trump skipaði bandarískum hermönnum að yfirgefa Sýrland í aðdraganda innrásar Tyrkja, sem líta á sýrlenska Kúrda sem hryðjuverkamenn. 17. október 2019 16:09
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Óvissa um vopnahléið sem Tyrkir kalla pásu Bardagar geisuðu áfram í Sýrlandi í dag, samkvæmt sýrlenskum Kúrdum og eftirlitsaðilum, þrátt fyrir að Tyrkir og Bandaríkjamenn hafi lýst yfir umdeildu vopnahléi í gær. 18. október 2019 16:21
Hafa áhyggjur af hömluleysi forsetans Fyrrverandi starfsmenn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og aðrir Repúblikanar sem þykja nánir Hvíta húsinu, hafa sífellt meiri áhyggjur af hegðun forsetans. Þeir segja engin bönd á Trump lengur og honum sé frjálst að gera smá og stór afglöp sem forseti. 19. október 2019 14:00