Efla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. október 2019 18:45 Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum. Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Borgarráð samþykkti í dag endurskoðaða stefnu í málefnum heimilislausra. Skammtímaúrræðum verður fjölgað en til langs tíma á varanlegt húsnæði að vera í boði fyrir hópinn. Jafnframt samþykkti borgarráð tillögu um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi. Staða heimilislausra á Íslandi þykir ekki góð í samanburði við nágrannalöndin og úrræðaleysi jafnvel einkennt málaflokkinn. Reykjavíkurborg hefur á liðnum árum reynt að mæta þörfum þessa hóps betur en nú horft úrræða sem hafa verið í boði til að mynda í Finnlandi. Málþing um heimilisleysi fór fram í dag það sem þar sem framkvæmdastóri sjóðs um úrræði fyrir heimilislausa í Finnlandi, miðlaði af árangursríkri reynslu landsins en landið er sú Evrópuþjóð sem hefur staðið sig best í að mæta þörfum þessa hóps. „Finnska leiðin er nálgun á landsvísu sem byggist á reglunni um að húsnæði gangi fyrir. Það þýðir að við veitum heimilislausum varanlegt húsnæði samkvæmt leigusamningi,“ segir Juha Kaakinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Juha Kakkinen, forstöðumaður húsnæðisfélags í Finnlandi.Vísir/BaldurHeimilislausum fækkar í Finnlandi Yfirvöld í Finnlandi hafa með aðgerðum sínum, það er kaupum húsnæði, jafnvel gömlum hótelum komið þaki yfir heimilislausa. Með því var smáhýsum, líkt og þekkjast hér á landi, fækkað. Finnar áætla að á næstu átta árum verði allir heimilislausir komnir með þak yfir höfuðið. „Heimilislausum hefur fækkaði í Finnlandi á undanförnum tíu árum,“ segir Kakkinen.Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.Vísir BaldurEfla úrræði fyrir heimilislausa í Reykjavík Reykjavíkurborg hefur haft málefni heimilislausra til endurskoðunar og í borgarráði var stefna í málflokknum samþykkt samhljóða í dag ásamt aðgerðaráætlun og málinu vísað áfram til borgarstjórnar. Jafnframt var samþykkt tillaga formanns Velferðarráðs um að bjóða út rekstur áfangaheimilis í Víðinesi og kemur nú til framkvæmdar. Með aðgerðaráætluninni á fyrst um sinn á að fjölga neyðarúrræðum tímabundið. „Til lengri tíma viljum við fækka neyðarúrræðum, rétt eins og Finnar hafa gert,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar Á sama tíma á að auka þjónustu til hópsins með vettvangs- og ráðgjafateymi. Styrkja forvarnir og að lokum styrkja samráð á milli aðila sem vinna að málaflokknum.
Félagsmál Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30 Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30 Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50 Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Virkir fíklar vekja ótta við áfangaheimilið Draumasetur Stofnandi Draumasetursins er ósáttur við að búsetuúrræði fyrir heimilislausa rísi við hliðina á áfangaheimilinu. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar segir að tekið verði tillit til staðsetningar við úthlutun. 15. júlí 2019 07:30
Sextíu heimilislausir bíða úrræða Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. 3. september 2019 12:30
Enn í basli með að finna lóðir undir smáhýsi fyrir heimilislausa Enn hefur ekki verið fundin staðsetning fyrir öll þau 25 smáhýsi sem koma á upp fyrir heimilislausa. Hátt í áttatíu manns bíða eftir úrræði hjá borginni. 8. október 2019 17:50
Ekki stendur til að finna aðra staðsetningu fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa Borgarfulltrúi Samfylkingarinnar telur staðsetninguna heppilega 22. júlí 2019 20:00