Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 31. desember 2025 11:14 Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, segir skómálinu löngu lokið af sinni hálfu. Vísir/Vilhelm Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir að myndbandsupptaka sé til af því þegar skór dóttursonar hennar voru teknir í Borgarholtsskóla fyrr á árinu. Frá þessu greindi hún í Uppgjörinu á Rás 2 í morgun. Stóra skómálið er óumdeilanlega eitt stærsta fréttamál ársins. Inga Sæland hringdi í Ársæl Guðmundsson skólameistara Borgarholtsskóla í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar. Hún mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir Ársæl. Skórnir komu síðar í leitirnar en upp kom úr krafsinu að samnemandi hafði ruglast á skóm en um vinsæla skótegund meðal menntaskólanema var að ræða. Barnabarnið hafi ítrekað beðið um aðstoð Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, flokksbróðir og samráðherra Ingu, hefði ákveðið að framlengja ekki starfssamning við Ársæl og auglýsa starf skólameistara. Í Uppgjörinu ítrekar Inga afsökunarbeiðni sína til Ársæls á frumhlaupi sínu. „Dóttursonur minn var ítrekað búinn að biðja um aðstoð vegna þess að hann vissi að skórnir voru teknir. Það er til myndbandsupptaka af því, það eru öryggismyndavélar sem sýna það. Þannig að það var svolítið sláandi að það skyldi koma í kjölfarið þannig eins og drengurinn hefði mislagt skóna og ekki vitað hvað hann var að gera, hvort hann væri að koma eða fara. Og þeir poppa allt í einu upp einhvers staðar,“ segir Inga. Hún segir atvikið enn og aftur ekki tengjast ákvörðun menntamálaráðherra um að framlengja ekki samninginn við Ársæl. „Ég hef haft miklu meira en nóg að gera og allt annað að gera en að hugsa um einhverja skó. Þannig að þessu máli er algjörlega lokið hvað mig varðar og ég hef ekki að einu eða neinu leyti skipt mér af því meir,“ segir Inga. Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. 3. desember 2025 13:52 Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. 4. desember 2025 18:57 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Frá þessu greindi hún í Uppgjörinu á Rás 2 í morgun. Stóra skómálið er óumdeilanlega eitt stærsta fréttamál ársins. Inga Sæland hringdi í Ársæl Guðmundsson skólameistara Borgarholtsskóla í janúar vegna týnds skópars barnabarns hennar. Hún mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir Ársæl. Skórnir komu síðar í leitirnar en upp kom úr krafsinu að samnemandi hafði ruglast á skóm en um vinsæla skótegund meðal menntaskólanema var að ræða. Barnabarnið hafi ítrekað beðið um aðstoð Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Guðmundur Ingi Kristinsson, flokksbróðir og samráðherra Ingu, hefði ákveðið að framlengja ekki starfssamning við Ársæl og auglýsa starf skólameistara. Í Uppgjörinu ítrekar Inga afsökunarbeiðni sína til Ársæls á frumhlaupi sínu. „Dóttursonur minn var ítrekað búinn að biðja um aðstoð vegna þess að hann vissi að skórnir voru teknir. Það er til myndbandsupptaka af því, það eru öryggismyndavélar sem sýna það. Þannig að það var svolítið sláandi að það skyldi koma í kjölfarið þannig eins og drengurinn hefði mislagt skóna og ekki vitað hvað hann var að gera, hvort hann væri að koma eða fara. Og þeir poppa allt í einu upp einhvers staðar,“ segir Inga. Hún segir atvikið enn og aftur ekki tengjast ákvörðun menntamálaráðherra um að framlengja ekki samninginn við Ársæl. „Ég hef haft miklu meira en nóg að gera og allt annað að gera en að hugsa um einhverja skó. Þannig að þessu máli er algjörlega lokið hvað mig varðar og ég hef ekki að einu eða neinu leyti skipt mér af því meir,“ segir Inga.
Mál skólameistara Borgarholtsskóla Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. 3. desember 2025 13:52 Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. 4. desember 2025 18:57 Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Gular viðvaranir taka gildi Veður Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fleiri fréttir Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Sjá meira
Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. 3. desember 2025 13:52
Hafi engin afskipti haft af málinu Inga Sæland félagsmálaráðherra segist ekki hafa beitt sér á neinum tímapunkti í máli Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla. Hún hafi hvorki átt í samskiptum við samráðherra sína um málið, né beri hún nokkurn kala til hans. 4. desember 2025 18:57
Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Mennta- og barnamálaráðherra segir tilviljun hafa ráðið því að skólastjóri Borgarholtsskóla hafi verið fyrstur í röð framhaldsskólastjóra að fá þau tíðindi að starf hans yrði auglýst. Hann hafnar því með öllu að ákvörðunin tengist Ingu Sæland eða gagnrýni skólastjórans. Hann þrái þvert á móti gagnrýni og hugmyndir. 5. desember 2025 12:27
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“