Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 20:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent B sé ekki best Innlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Sjá meira
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07
Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35