Lögreglumaður afhenti ofbeldismanni upplýsingar um fórnarlamb Sylvía Hall skrifar 14. október 2019 18:52 Saksóknari í málinu sagði að um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Vísir/Getty Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra. Ástralía Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira
Ástralskur lögregluþjónn var í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotist inn í gagnagrunn lögreglu og sótt upplýsingar um fórnarlamb heimilisofbeldis. Upplýsingarnar veitti hann árásarmanni konunnar og fyrrverandi kærasta, sem var jafnframt æskuvinur hans. Í frétt BBC um málið kemur fram að atvikið átti sér stað fyrir fimm árum síðan. Lögreglumaðurinn sem um ræðir heitir Neil Punchard. Punchard náði í upplýsingar um heimilisfang konunnar og sendi þær á manninn. Í kjölfarið sendi hann honum smáskilaboð þar sem hann sagði: „Segðu bara við hana að þú vitir hvar hún eigi heima og láttu þar við liggja. Lol.“ Í vitnaskýrslu sagðist konan hafa upplifað mikla streitu og kvíða vegna málsins og hún lifi við þjáningar á hverjum degi. Lögreglumenn eigi að vernda hana en hafi í staðinn gert hið andstæða. „Sú staðreynd að þetta var ekkert slys, heldur vísvitandi, og þetta var útsmogið, það hefur gert þetta allt sársaukafyllra. Sama hvað ég geri, ég get ekki upplifað mig örugga.“ Málið kom fyrir dómstóla í kjölfar margra ára baráttu brotaþolans en hún leitaði fyrst til lögreglu fyrir þremur árum síðan. Atvikið átti sér stað í miðjum skilnaði hennar og árásarmannsins og hafði lögreglumaðurinn ekki áhyggjur af afleiðingum málsins því hann gæti einfaldlega „notað nafnið sitt“ og reddað manninum ef einhverjar kvartanir kæmu upp. Punchard hafnar því að hafa vitað að um ofbeldissamband væri að ræða en saksóknari í málinu sagði að það skipti engu þar sem um algjöran trúnaðarbrest væri að ræða. Í dag er í gildi nálgunarbann og má árásarmaðurinn hvorki eiga í samskiptum við fyrrverandi eiginkonu sína né börn þeirra.
Ástralía Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Erlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Borgarsögusafn gagnrýnir rangfærslur varðandi Holtsgötu 10 Innlent Fleiri fréttir Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Sjá meira