Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2017 15:40 Frá aðgerðum lögreglu í Hafnarfjarðarhöfn um miðnætti þegar skipverjarnir voru leiddir í land. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Skipverjarnir tveir sem úrskurðaðir voru í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness í hádeginu sáust á eftirlitsmyndavélum aka rauðri Kia Rio bifreið að grænlenska togaranum Polar Nanoq í Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6:20 á laugardagsmorgun. Annar þeirra fór um borð í skipið en hinn ók einn í burtu. Mennirnir eru grunaðir um aðild að hvarfi Birnu Brjánsdóttur sem saknað hefur verið frá því á sjötta tímanum umræddan laugardagsmorgun. Birna sást síðast á eftirlitsmyndavél á Laugaveginum klukkan 5:25 um morguninn og mastur við Flatahraun í Hafnarfirði greindi merki frá iPhone farsíma Birnu klukkan 5:50. Skömmu síðar var slökkt handvirkt á símanum.Ferðir bílsins þóttu grunsamlegar Heimildir fréttastofu herma að mennirnir tveir hafi komið saman á bílnum að Hafnarfjarðarhöfn um klukkan 6.20 á laugardagsmorgun, tæpum þrjátíu mínútum eftir að slökkt var handvirkt á farsíma Birnu. Þeir sjást á myndavélum stíga út úr bílnum og ræða saman í nokkra stund fyrir utan bílinn, áður en annar þeirra fer um borð í skipið. Hinn ekur í burtu og sést næst á sömu eftirlitsmyndavél við höfnina um fjörutíu og fimm mínútum síðar. Birna sést ekki á myndavélakerfi hafnarinnar og hefur Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, sagt ekkert benda til þess að Birna hafi farið um borð í skipið. Bíllinn var á nokkru rápi til og frá höfninni fram yfir hádegi sem gerði það að verkum að ferðir hans þóttu nokkuð grunsamlegar. Bílnum var aftur ekið frá höfninni seinni part dags og kom ekki aftur fyrr en rétt áður en skipið lét úr höfn. Fyrir liggur að skipverji á Polar Nanoq var með bílinn á leigu frá föstudegi til laugardags. Bíllinn var í útleigu óviðkomandi aðila þegar lögregla tók hann til rannsóknar í hádeginu á þriðjudag.Skórnir fundust skammt frá Skópar fannst við Hafnarfjarðarhöfn seint á mánudagskvöld sem reyndist vera í eigu Birnu en það var meðal annars það sem kom lögreglumönnum á sporið um skipverjana. Skórnir fundust um þrjú hundruð metrum frá Polar Nanoq en myndavélar hafnarinnar beinast ekki að því svæði þar sem almennir borgarar fundu skóna. Innan við sólarhring síðar, eða í hádeginu á þriðjudag, lagði lögregla hald á rauða Kia Rio bifreið við Hlíðasmára í Kópavogi. Gögn sem fundust við rannsókn á bílnum benda til þess að misindisverk hafi verið framin í bílnum, en Grímur Grímsson, yfirlögreglumaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar, hefur ekki viljað tjáð sig um neitt er varðar þessi mál. Þriðji skipverji, sem handtekinn var á níunda tímanum í gærkvöldi um borð í Polar Nanoq, er enn í haldi lögreglu. Ekki hefur verið ákveðið hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir honum en lögregla má halda honum án úrskurðar í 24 klukkustundir frá handtöku. Grímur segir ljóst að ekki sé að ástæðulausu farið fram á þvingunarráðstöfun á borð við gæsluvarðhald. Þegar farið sé fram með slíka kröfu sé málið alvarlegt.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00 Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Sjá meira
Rannsóknargögn úr rauða Kia Rio-bílnum benda til misindisverks Gögn sem fundust við rannsókn á rauðri Kia Rio-bifreið sem lögregla haldlagði í Hlíðasmára í Kópavogi í hádeginu á þriðjudag í tengslum við hvarf Birnu Brjánsdóttur benda til þess að misindisverk hafi verið framið í bílnum. 19. janúar 2017 12:00
Báðir skipverjar úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald Lögreglan fór fram á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur skipverjum sem handteknir voru um hádegisbilið gær og hefur ákveðið að kæra úrskurðinn til Hæstaréttar. 19. janúar 2017 13:45