Umboðsmaður íbúa og aðstandenda ráðinn til Hrafnistuheimilanna María Fjóla Harðardóttir skrifar 2. september 2019 15:15 Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Skoðun Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Sjá meira
Öldrunarheimili eru mörgum framandi umhverfi sem fáir kynnast af eigin raun fyrr en nákominn ættingi flytur þangað búferlum. Við sem störfum á fjölmennustu öldrunarstofnun landsins, Hrafnistu, sem er ríflega tvö þúsund manna samfélag íbúa og starfsfólks, verðum þess gjarnan vör í daglegum störfum. Almennt má segja að aðstandendur geri ráð fyrir að flutningur á hjúkrunarheimili hafi í för með sér létti fyrir aðstandendurna, en innlendar og erlendar rannsóknir sýna að svo þarf ekki að vera. Þvert á móti gefa þær til kynna að margir þeirra sem þjást af kvíða og þunglyndi vegna áhyggja af bágri heilsu ættingja sinna þjást áfram af sömu meinum þrátt fyrir flutninginn.Blendnar tilfinningar Þegar kemur að flutningi á hjúkrunarheimili ríkja sem eðlilegt er oft blendnar tilfinningar í hjörtum aðstandenda vegna verkefnisins framundan. Á sama tíma og ákveðinn léttir bærist innra með fjölskyldunni yfir því að senn verði endir bundinn á það mikla álag á fjölskylduna, sem annast hefur um sinn nánasta, ríkir einnig sorg og jafnvel sektarkennd yfir þeim óumflýjanlegu aðstæðum sem koma í veg fyrir áframhaldandi sjálfstæða búsetu ættingja. Þegar pláss býðst þarf gjarnan að taka skjóta ákvörðun og hafa hraðar hendur því lítill tími gefst til undirbúnings vegna þess skamma tíma sem hjúkrunarheimilin hafa til að kalla í laust rými.Mikil breyting Það fylgir því mikil breyting fyrir bæði einstaklinginn sjálfan og ekki síður aðstandendur þegar sjálfstæðri búsetu lýkur og við tekur annars konar búseta á hjúkrunarheimili. Aðdragandinn reynist sumum aðstandendum erfiður en ekki síður að honum loknum þegar nánustu aðstandendur, sem annast hafa um helstu þarfir hins veika, færast úr sérfræðihlutverkinu yfir í ákveðið gestahlutverk. Sú staða getur auðveldlega myndað togstreitu milli aðstandenda og starfsfólks hjúkrunarheimilanna. Við tekur nauðsynleg aðlögun aðstandenda að nýjum aðstæðum.Mikil og góð samskipti mikilvæg Góð samskipti og samvinna starfsfólks og aðstandenda hafa jákvæð áhrif á lífsgæði hins aldraða þveröfugt við þau áhrif sem togstreita hefur í för með sér. Þekking á starfsemi hjúkrunarheimilisins, vinnufyrirkomulagi og mönnun auðveldar aðstandendum að fóta sig í hinu nýja umhverfi. Hjúkrunarheimilin starfa í samræmi við opinberar kröfulýsingar Sjúkratrygginga Íslands og fjárheimildir Alþingis á hverjum tíma. Þeim er naumt skorinn stakkur, að raungildi minni og minni síðastliðin ár og fyrirsjáanlega einnig næstu tvö ár. Fjárheimildir hafa bein áhrif á reksturinn og ekki hvað síst á mönnun hjúkrunarheimilanna. Heimilin hafa engin önnur ráð en að aðlaga sig að ríkjandi rekstraraðstæðum hverju sinni. Upplýsingar og fræðsla í þágu aðstandenda og gott samstarf er því afar mikilvæg í starfi hjúkrunarheimila.Umboðsmaður íbúa og aðstandenda Stjórn Hrafnistuheimilanna tók þá ákvörðun í lok síðasta árs að stofna nýtt stöðugildi við Hrafnistu, starf umboðsmanns íbúa og aðstandenda, og hefur Soffía Egilsdóttir félagsráðgjafi verið ráðin í starfið. Soffía, sem hefur meistaragráðu í öldrunarfélagsráðgjöf, hefur starfað hjá Hrafnistu í rúm tuttugu ár og á að baki farsælan feril í starfi með öldruðum og með þátttöku sinni á vettvangi málefna aldraðra á Íslandi, s.s. á vettvangi Öldrunaráðs og Félags aðstandenda alzheimersjúklinga. Fyrir faglegt starf á Hrafnistu er mikill styrkur af því að íbúar og aðstandendur geti leitað til umboðsmanns sem hefur m.a. það hlutvek að halda kynningarfund með aðstandendum í kjölfar flutnings ættingja til Hrafnistu. Á fundunum er m.a. gerð grein fyrir mikilvægustu þáttum í starfsemi heimilisins, mönnun og vaktafyrirkomulagi og hvert sé árangursríkast að leita vakni spurningar og með hvaða hætti ættingjar geta gert dvöl ástvina þeirra sem ánægjulegasta, svo fátt eitt sé talið. Forsenda mestu mögulegra lífsgæða íbúa hjúkrunarheimila eru samstarf og samvinna starfsfólks og aðstandenda þar sem traust og virðing eru höfð í hávegum. Aðstandendur og starfsfólk eru mikilvægir hlekkir í lífi íbúa hjúkrunarheimilanna, þar sem allir hafa mikilvægu hlutverki að gegna og enginn getur án hins verið.Höfundur er framkvæmdastjóri heilbrigðissviðs Hrafnistuheimilanna.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun