Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar 20. nóvember 2025 07:48 Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Orð frá stjórnarandstöðu sem telur hagsmunum okkar best borgið þegar við erum lítil og óáreiðanleg í samskiptum við okkar helstu vina- og viðskiptaþjóðir.Hvert ætlar stjórnarandstaðan að snúa sér?Til Bandaríkjanna? Lands sem skellti á okkur 15% tollum án fyrirvara eða nokkurs samtals. Vilja þau snúa sér að Rússum? Eða er það Kína? Þetta er gamaldags hræðsluáróður sem talar niður til íslensks samfélags sem er best þegar það er opið, djarft og framsækið.Fá ríki, ef einhver, hafa hagnast jafn mikið og Ísland á því opna og frjálslynda kerfi sem reis úr rústum seinni heimsstyrjaldar. Það hefur tryggt okkur aðgengi að mörkuðum, tækifærum og samstarfi sem við hefðum annars aldrei haft. Nú er svo komið að 70% af okkar útflutningi er til EES landa.70% Heimurinn er breyttur Stórveldin mynda tollablokkir og við verðum að stíga ákveðið til jarðar og spyrja: Hvar ætlum við að staðsetja okkur í þessari nýju heimsmynd? Að tala fyrir einangrun, tortryggni eða útilokun er skaðlegur málflutningur.Slíkur málflutningur vinnur gegn hagsmunum Íslands, gegn atvinnulífi okkar, gegn öryggi okkar og gegn framtíðarmöguleikum okkar á alþjóðasviðinu. Ég er stoltur Íslendingur, stoltur af samfélaginu sem við höfum byggt og stoltur af því að vilja gera það enn betra. Við verndum ekki hagsmuni Íslands með því að gera það lítið, lokað og hrætt. Við verndum það með því að vera stórhuga,taka pláss, vera virkir og traustir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Látum frjálslynda og sterka rödd Íslands heyrast hátt og skýrt. Því aðeins þannig tryggjum við framtíð sem er verðug þeirrar þjóðar sem við viljum vera. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Viðreisn Pétur Björgvin Sveinsson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Sjá meira
Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Orð frá stjórnarandstöðu sem telur hagsmunum okkar best borgið þegar við erum lítil og óáreiðanleg í samskiptum við okkar helstu vina- og viðskiptaþjóðir.Hvert ætlar stjórnarandstaðan að snúa sér?Til Bandaríkjanna? Lands sem skellti á okkur 15% tollum án fyrirvara eða nokkurs samtals. Vilja þau snúa sér að Rússum? Eða er það Kína? Þetta er gamaldags hræðsluáróður sem talar niður til íslensks samfélags sem er best þegar það er opið, djarft og framsækið.Fá ríki, ef einhver, hafa hagnast jafn mikið og Ísland á því opna og frjálslynda kerfi sem reis úr rústum seinni heimsstyrjaldar. Það hefur tryggt okkur aðgengi að mörkuðum, tækifærum og samstarfi sem við hefðum annars aldrei haft. Nú er svo komið að 70% af okkar útflutningi er til EES landa.70% Heimurinn er breyttur Stórveldin mynda tollablokkir og við verðum að stíga ákveðið til jarðar og spyrja: Hvar ætlum við að staðsetja okkur í þessari nýju heimsmynd? Að tala fyrir einangrun, tortryggni eða útilokun er skaðlegur málflutningur.Slíkur málflutningur vinnur gegn hagsmunum Íslands, gegn atvinnulífi okkar, gegn öryggi okkar og gegn framtíðarmöguleikum okkar á alþjóðasviðinu. Ég er stoltur Íslendingur, stoltur af samfélaginu sem við höfum byggt og stoltur af því að vilja gera það enn betra. Við verndum ekki hagsmuni Íslands með því að gera það lítið, lokað og hrætt. Við verndum það með því að vera stórhuga,taka pláss, vera virkir og traustir þátttakendur í alþjóðasamfélaginu. Látum frjálslynda og sterka rödd Íslands heyrast hátt og skýrt. Því aðeins þannig tryggjum við framtíð sem er verðug þeirrar þjóðar sem við viljum vera. Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar