Ásgeir Kolbeins opnar Pünk á Hverfisgötu Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2019 14:23 Ásgeir Kolbeinsson hefur lengi komið að rekstri veitinga- og skemmtistaða í miðborginni. Vísir/vilhelm Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Athafna- og fjölmiðlamaðurinn Ásgeir Kolbeinsson vinnur nú að opnun nýs veitingastaðar að Hverfisgötu 20, andspænis Þjóðleikhúsinu. Staðurinn mun bera nafnið Pünk en þetta er annar staðurinn sem Ásgeir vinnur í því að standsetja í miðborginni þessa dagana. Haft er eftir Ásgeiri í Viðskiptablaðinu í dag að Pünk muni, eins og nafnið gefur til kynna, vera óformlegur og fjölbreyttur. Reynt verði að sameina margar stefnur og verður inntakið í anda veitingastaða á borð við Snaps og Tapasbarinn, þar sem fólk deilir réttum sín á milli í „partýstemningu.“ Stefnt sé að því að opna staðinn fyrir lok mánaðar. „Við komum til með að vera með alls konar uppákomur og nálgun okkar á upplifun viðskiptavina verður fjölbreytt og margs konar í anda þess að vera svolítið pönk,“ segir Ásgeir við Viðskiptablaðið sem hefur fengið Bjart Elí Friðþjófsson til að fara með stjórnina í eldhúsinu. Bjartur var áður einn af yfirkokkunum á Grillmarkaðnum og á veitingastaðnum Kadeau í Danmörku, en sá síðarnefndi er í hópi Michelinstjörnuhafa.Nýi staðurinn verður við vesturenda bílastæðahússins sem hér er í vinstra horni myndarinnar. Pünk verður í rýminu með gulu útlínunum.Fbl/ernirNú er unnið að miklum endurbótum á húsnæðinu sem mun hýsa Pünk, en sem fyrr segir er það andspænis Þjóðleikhúsinu, við hlið bílastæðahússins og Hverfisbarsins. Húsnæði Pünk hefur á síðustu árum hýst fjölda skammlífra veitingastaða en Ásgeir boðar gagngerar breytingar á rýminu undir leiðsögn hönnuðarins Leifs Welding, sem hefur m.a. hannað fyrrnefndan Grillmarkað, Sushi Social, Apótekið, Sæta svínið, Fjallkonuna og Hótel Geysi í Haukadal. Pünk er ekki eini staðurinn sem Ásgeir vinnur í að koma á koppinn í miðborginni þessa dagana. Þannig er Ásgeir jafnframt einn þeirra sem kemur að opnun kaffihússins Laundromat í Austurstræti, eins og Sölvi Snær Magnússon greindi frá í samtali við Vísi fyrr í sumar. Laundromat verður í anda samnefnds staðar sem áður var í sama rými og er fyrirhugað að hann opni formlega þann 13. september næstkomandi.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Værum ekki að endurvekja Laundromat nema dæmið gengi upp Laundromat, taka tvö. 31. maí 2019 09:00 Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03 Mest lesið Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Viðskipti erlent Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur Vísar ásökunum um samráð á bug Neytendur Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Kaldvíkur lét af störfum í samráði við stjórn Fríhöfnin endurhönnuð í anda íslenskrar náttúru Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Sjá meira
Borgin geti dregið lærdóm af „martröð“ Dills á Hverfisgötu Formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar segir mikla eftirsjá eftir Dilli, hinum rómaða veitingastað á Hverfisgötu 12 sem lokaði í vikunni. 9. ágúst 2019 11:03
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur