Viðskipti innlent

Út­hluta rúm­lega þrjá­tíu þúsund tonna loðnu­kvóta

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Loðnuveiðar á Íslandsmiðum. Mynd úr safni.
Loðnuveiðar á Íslandsmiðum. Mynd úr safni. Vísir/Sigurjón

Fiskistofa hefur lokið úthlutun á 31.046 tonnum af loðnu og 170.112 tonnum af kolmunna fyrir fiskveiðiárið 2025/2026 og almanaksárið 2026.

Hafrannsóknastofnun lagði til í október síðastliðnum að loðnukvótinn fyrir fiskveiðiárið 2025 til 2026 yrði að hámarki tæp 44 þúsund tonn, en endurmeta ætti ráðgjöfina eftir áramót.

Sigurður VE 15 sem Ísfélagið hf. gerir út hlaut mestan loðnukvóta, 3,566 tonn. Þar á eftir kemur Venus NS 150 frá Brim hf., sem hlaut 2,899 tonn.

Úthlutunina á Kolmunna og Loðnu fyrir árið má finna í heild sinni á gagnasíðu Fiskistofu.

Guðmundur J. Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, sagði í viðtali við fréttastofu fyrir áramót að stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa væri ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði.


Tengdar fréttir

Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar

Áformað er hafrannsóknaskipið Árni Friðriksson haldi til loðnuleitar í byrjun nýs árs. Gert er ráð fyrir að lagt verði úr höfn á tímabilinu 4. til 6. janúar. Stærri loðnuleit með þátttöku fimm skipa er svo ráðgerð upp úr miðjum janúarmánuði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×