Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Janus heilsuefling 12. janúar 2026 08:40 Janus heilsuefling leggur áherslu á að mæta fólki þar sem það er statt. Sumir þátttakendur hafa verið virkir alla ævi, aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. Frá árinu 2016 hefur Janus heilsuefling verið í farabroddi hvað varðar forvarnir og heilsueflingu eldri aldurshópa, þar sem hreyfing, fræðsla og vísindi mætast. Markmiðið er einfalt: að styrkja heilsu, bæta lífsgæði og auka vellíðan einstaklinga 60 ára og eldri. Alhliða þjónusta fyrir eldri aldurshópa „Kjarninn í starfsemi Janusar heilsueflingar er alhliða heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (60+),“ segir Ragnar Örn Kormáksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við þjónustum okkar þátttakendur með yfirgripsmiklum heilsufarsmælingum, stillum upp margreyndu æfingakerfi og aðlögum æfingar að getu hvers og eins.“ Janus heilsuefling leggur áherslu á að mæta fólki þar sem það er statt. Sumir þátttakendur hafa verið virkir alla ævi, aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. „Við getum aðlagað æfingar eftir getu hvers og eins því þrátt fyrir að ákveðinn fjöldi þátttakenda æfi saman og á sama tíma, þá er hver þátttakandi með sína æfingaáætlun í appi í símanum,“ útskýrir Hugrún Óskarsdóttir, verkefnastjóri. Þjálfarar fylgja þátttakendum eftir á öllum æfingum. Þjálfunin fer fram á þrepaskiptum æfingatímabilum þar sem skiptast á styrktaræfingar og þolþjálfun. Þátttakendur fá jafnframt fræðslu um næringu og hreyfingu, fyrirlestra um heilsutengd málefni og stuðning frá þjálfurum allan tímann. „Við erum í góðum samskiptum við okkar þátttakendur, hvetjum þau áfram, aðlögum æfingaáætlanir í kringum meiðsli og veitum fræðslu um næringarríkt mataræði og hreyfingu,“ bætir Hugrún við. Vísindaleg nálgun og mælanlegur árangur Starfsemi Janusar heilsueflingar byggir á fræðilegum grunni og gagnreyndum aðferðum. „Starfsemi okkar byggir á sannreyndri aðferðarfræði,“ segir Ragnar. Við erum með yfirgripsmiklar mælingar og gagnasöfnun sem sýnir fram á mælanlegan árangur okkar þátttakenda. Þessi gögn gera okkur kleift að greina áhrif heilsueflingar, meta árangur yfir margra ára tímabil og þróa okkar starfsemi. Janus heilsuefling hefur tekið þátt í fjölda rannsókna, meðal annars masters- og doktorsverkefnum, og verið viðurkennt á alþjóðavettvangi. „Til að mynda hefur okkar nálgun verið valin „best practice“ lausn í CHORDIS+ verkefninu á vegum Evrópusambandsins,“ segir Ragnar. „OECD þótti niðurstöðurnar svo áhugaverðar að heill kafli í skýrslu þeirra árið 2022 var helgaður aðferðafræði Janusar heilsueflingar, þar sem mælst var til þess að lönd innleiddu æfingakerfi okkar.“ Þátttakendur eru hvattir áfram og æfingaáætlanir aðlagaðar að hverjum og einum, m.a. með tilliti til meiðsla. Endurheimt lífsgæða „Við erum með þátttakendur sem hafa, í samráði við lækna, hætt á blóðþrýstingslyfjum, sagt skilið við göngugrindur, tekist að vinna sig úr áhættuhópi sykursýki og jafnvel hætt við aðgerðir þar sem ekki hefur lengur þótt þörf á þeim,“ segir Hugrún. Hún bætir við að þeir sem hefja þjálfun áður en heilsunni fer að hraka njóti mest góðs. „Þá er líklegra að heilsan haldist góð lengur. En þrátt fyrir það er aldrei of seint að huga að heilsunni.“ Gagnaöflun og eftirfylgni Árangurinn er mældur reglulega með stöðluðum alþjóðlegum mælikvörðum. „Við mælum styrk í efri og neðri búk, blóðþrýsting, liðleika, gripstyrk og hlutfall vöðva og fitu,“ segir Ragnar. Þátttakendur fara í heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti og geta sjálfir fylgst með framförum í appi. Samhliða hefur Janus heilsuefling unnið með heilbrigðisstofnunum og tekið mælingar sem sýna fram á jákvæð áhrif á efnaskiptavillu, þ.e. fimm blóðmælingar sem sýna fram á aukna áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Kjarni starfseminnar er alhliða heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (60+) Sterkur stuðningur frá fyrsta degi Margir spyrja hvernig byrjunin sé og hvort hún sé erfið. „Þegar þátttakendur byrja þá er mikill stuðningur frá þjálfara,“ segir Hugrún. „Þjálfarar okkar fylgja þátttakendum eftir á öllum æfingum og eru fljótir að átta sig á getu hvers og eins og hagræða eftir því. Fólk er yfirleitt fljótt að komast inn í þetta og verður sjálfstæðara með tímanum.“ Janus heilsuefling býður upp á mismunandi áskriftarleiðir sem byggja á sama grunni, þ.e. mælingum, styrktar- og þolþjálfun auk fræðslu. „ Helsti munurinn liggur í því hversu mikið aðgengi að þjálfurum fólk vill hafa,“ útskýrir Ragnar. „Auk staðþjálfunar er í boði fjarþjálfun þar sem þátttakendur fá allt efni rafrænt, fjarþjálfun+ þar sem þátttakendur geta hitt þjálfara einu sinni í mánuði og svo staðþjálfun en þá fylgir þjálfari þátttakendum eftir á öllum æfingum. Kostnaður fyrir þjálfun fer svo eftir binditíma, þar sem fólk getur valið um engan binditíma, 6 mánaða eða 12 mánaða binditíma.“ Samstarf við sveitarfélög eykur aðgengi Verkefni Janusar heilsueflingar í samstarfi við sveitarfélög hefur minnkað álag á heilsugæsluna þegar kemur að þessum aldurshópi. Janus heilsuefling vinnur náið með sveitarfélögum víða um land. „Í þeim sveitarfélögum sem eru í samstarfi við okkur þá erum við að sjá meiri þátttöku og fjölbreyttari hóp,“ segir Ragnar. Hann bendir á að tekjulægri hópar séu líklegri til að taka þátt þegar sveitarfélög styðja verkefnið. Aðkoma sveitarfélaga getur skipt miklu máli fyrir lýðheilsu íbúa. Að endingu er það sveitarfélögum í hag að fólk geti búið lengur heima og verið sjálfstætt. Janus heilsuefling hefur þegar unnið með mörgum sveitarfélögum og heilsugæslum, þar á meðal í Vestmannaeyjum. „Við höfum fengið þær upplýsingar að verkefnið okkar hafi minnkað álag á heilsugæsluna þegar kemur að þessum aldurshópi,“ segir Hugrún. „Við gefum sveitarfélögum reglulega yfirsýn yfir árangur þátttakenda og heyrum frá fulltrúum að úrræðið bæti lýðheilsu og efli félagslega stöðu.“ Aðgengi óháð efnahag Eitt af markmiðum Janusar heilsueflingar er að breyta hugarfari þessa aldurshóps sem ekki hefur fjárfest sérstaklega í heilsu. Markmið Janusar heilsueflingar er að heilsuefling standi öllum til boða, óháð fjárhag. „Það hefur reynst okkur dýrmætt þegar sveitarfélög hafa komið inn í verkefni með okkur,“ segir Ragnar. „Við vinnum líka að því að breyta hugarfari þessa aldurshóps sem hefur oft ekki vanist því að eyða miklu í eigin heilsu, það fer þó batnandi.“ Janus heilsuefling á nú í viðræðum við fjölmarga aðila, sveitarfélög, íþróttafélög og stofnanir, um að efla samræmda gagnasöfnun og sameiginleg verkefni á sviði lýðheilsu. Heilsuefling sem samfélagsleg fjárfesting Eldri borgurum fjölgar hratt og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Ragnar telur að aðferðafræði Janusar heilsueflingar geti létt á þeirri byrði. Heilsuefling sem byggir á skipulagðri þjálfun, reglulegum mælingum og fræðslu getur dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. Okkar markmið er að geta boðið upp á þjónustu okkar til allra og haft hana sem aðgengilegasta fyrir íbúa landsins. Framtíðin: heilsuefling á vinnustöðum Næsta skref Janusar heilsueflingar er að færa heilsueflinguna inn á vinnustaði. „Við stefnum á að bjóða fyrirtækjum upp á þjónustu okkar við að efla heilsu starfsmanna,“ segir Hugrún. „Þannig leggjum við grunn að því að byrja heilsueflingu fyrr á lífsleiðinni og hjálpa vinnustöðum að búa til heilsusamlega vinnustaðamenningu.“ Heilsa Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira
Alhliða þjónusta fyrir eldri aldurshópa „Kjarninn í starfsemi Janusar heilsueflingar er alhliða heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (60+),“ segir Ragnar Örn Kormáksson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins. „Við þjónustum okkar þátttakendur með yfirgripsmiklum heilsufarsmælingum, stillum upp margreyndu æfingakerfi og aðlögum æfingar að getu hvers og eins.“ Janus heilsuefling leggur áherslu á að mæta fólki þar sem það er statt. Sumir þátttakendur hafa verið virkir alla ævi, aðrir eru að stíga sín fyrstu skref í líkamsrækt. „Við getum aðlagað æfingar eftir getu hvers og eins því þrátt fyrir að ákveðinn fjöldi þátttakenda æfi saman og á sama tíma, þá er hver þátttakandi með sína æfingaáætlun í appi í símanum,“ útskýrir Hugrún Óskarsdóttir, verkefnastjóri. Þjálfarar fylgja þátttakendum eftir á öllum æfingum. Þjálfunin fer fram á þrepaskiptum æfingatímabilum þar sem skiptast á styrktaræfingar og þolþjálfun. Þátttakendur fá jafnframt fræðslu um næringu og hreyfingu, fyrirlestra um heilsutengd málefni og stuðning frá þjálfurum allan tímann. „Við erum í góðum samskiptum við okkar þátttakendur, hvetjum þau áfram, aðlögum æfingaáætlanir í kringum meiðsli og veitum fræðslu um næringarríkt mataræði og hreyfingu,“ bætir Hugrún við. Vísindaleg nálgun og mælanlegur árangur Starfsemi Janusar heilsueflingar byggir á fræðilegum grunni og gagnreyndum aðferðum. „Starfsemi okkar byggir á sannreyndri aðferðarfræði,“ segir Ragnar. Við erum með yfirgripsmiklar mælingar og gagnasöfnun sem sýnir fram á mælanlegan árangur okkar þátttakenda. Þessi gögn gera okkur kleift að greina áhrif heilsueflingar, meta árangur yfir margra ára tímabil og þróa okkar starfsemi. Janus heilsuefling hefur tekið þátt í fjölda rannsókna, meðal annars masters- og doktorsverkefnum, og verið viðurkennt á alþjóðavettvangi. „Til að mynda hefur okkar nálgun verið valin „best practice“ lausn í CHORDIS+ verkefninu á vegum Evrópusambandsins,“ segir Ragnar. „OECD þótti niðurstöðurnar svo áhugaverðar að heill kafli í skýrslu þeirra árið 2022 var helgaður aðferðafræði Janusar heilsueflingar, þar sem mælst var til þess að lönd innleiddu æfingakerfi okkar.“ Þátttakendur eru hvattir áfram og æfingaáætlanir aðlagaðar að hverjum og einum, m.a. með tilliti til meiðsla. Endurheimt lífsgæða „Við erum með þátttakendur sem hafa, í samráði við lækna, hætt á blóðþrýstingslyfjum, sagt skilið við göngugrindur, tekist að vinna sig úr áhættuhópi sykursýki og jafnvel hætt við aðgerðir þar sem ekki hefur lengur þótt þörf á þeim,“ segir Hugrún. Hún bætir við að þeir sem hefja þjálfun áður en heilsunni fer að hraka njóti mest góðs. „Þá er líklegra að heilsan haldist góð lengur. En þrátt fyrir það er aldrei of seint að huga að heilsunni.“ Gagnaöflun og eftirfylgni Árangurinn er mældur reglulega með stöðluðum alþjóðlegum mælikvörðum. „Við mælum styrk í efri og neðri búk, blóðþrýsting, liðleika, gripstyrk og hlutfall vöðva og fitu,“ segir Ragnar. Þátttakendur fara í heilsufarsmælingar á sex mánaða fresti og geta sjálfir fylgst með framförum í appi. Samhliða hefur Janus heilsuefling unnið með heilbrigðisstofnunum og tekið mælingar sem sýna fram á jákvæð áhrif á efnaskiptavillu, þ.e. fimm blóðmælingar sem sýna fram á aukna áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum. Kjarni starfseminnar er alhliða heilsuefling fyrir eldri aldurshópa (60+) Sterkur stuðningur frá fyrsta degi Margir spyrja hvernig byrjunin sé og hvort hún sé erfið. „Þegar þátttakendur byrja þá er mikill stuðningur frá þjálfara,“ segir Hugrún. „Þjálfarar okkar fylgja þátttakendum eftir á öllum æfingum og eru fljótir að átta sig á getu hvers og eins og hagræða eftir því. Fólk er yfirleitt fljótt að komast inn í þetta og verður sjálfstæðara með tímanum.“ Janus heilsuefling býður upp á mismunandi áskriftarleiðir sem byggja á sama grunni, þ.e. mælingum, styrktar- og þolþjálfun auk fræðslu. „ Helsti munurinn liggur í því hversu mikið aðgengi að þjálfurum fólk vill hafa,“ útskýrir Ragnar. „Auk staðþjálfunar er í boði fjarþjálfun þar sem þátttakendur fá allt efni rafrænt, fjarþjálfun+ þar sem þátttakendur geta hitt þjálfara einu sinni í mánuði og svo staðþjálfun en þá fylgir þjálfari þátttakendum eftir á öllum æfingum. Kostnaður fyrir þjálfun fer svo eftir binditíma, þar sem fólk getur valið um engan binditíma, 6 mánaða eða 12 mánaða binditíma.“ Samstarf við sveitarfélög eykur aðgengi Verkefni Janusar heilsueflingar í samstarfi við sveitarfélög hefur minnkað álag á heilsugæsluna þegar kemur að þessum aldurshópi. Janus heilsuefling vinnur náið með sveitarfélögum víða um land. „Í þeim sveitarfélögum sem eru í samstarfi við okkur þá erum við að sjá meiri þátttöku og fjölbreyttari hóp,“ segir Ragnar. Hann bendir á að tekjulægri hópar séu líklegri til að taka þátt þegar sveitarfélög styðja verkefnið. Aðkoma sveitarfélaga getur skipt miklu máli fyrir lýðheilsu íbúa. Að endingu er það sveitarfélögum í hag að fólk geti búið lengur heima og verið sjálfstætt. Janus heilsuefling hefur þegar unnið með mörgum sveitarfélögum og heilsugæslum, þar á meðal í Vestmannaeyjum. „Við höfum fengið þær upplýsingar að verkefnið okkar hafi minnkað álag á heilsugæsluna þegar kemur að þessum aldurshópi,“ segir Hugrún. „Við gefum sveitarfélögum reglulega yfirsýn yfir árangur þátttakenda og heyrum frá fulltrúum að úrræðið bæti lýðheilsu og efli félagslega stöðu.“ Aðgengi óháð efnahag Eitt af markmiðum Janusar heilsueflingar er að breyta hugarfari þessa aldurshóps sem ekki hefur fjárfest sérstaklega í heilsu. Markmið Janusar heilsueflingar er að heilsuefling standi öllum til boða, óháð fjárhag. „Það hefur reynst okkur dýrmætt þegar sveitarfélög hafa komið inn í verkefni með okkur,“ segir Ragnar. „Við vinnum líka að því að breyta hugarfari þessa aldurshóps sem hefur oft ekki vanist því að eyða miklu í eigin heilsu, það fer þó batnandi.“ Janus heilsuefling á nú í viðræðum við fjölmarga aðila, sveitarfélög, íþróttafélög og stofnanir, um að efla samræmda gagnasöfnun og sameiginleg verkefni á sviði lýðheilsu. Heilsuefling sem samfélagsleg fjárfesting Eldri borgurum fjölgar hratt og álag á heilbrigðiskerfið eykst. Ragnar telur að aðferðafræði Janusar heilsueflingar geti létt á þeirri byrði. Heilsuefling sem byggir á skipulagðri þjálfun, reglulegum mælingum og fræðslu getur dregið úr kostnaði heilbrigðiskerfisins. Okkar markmið er að geta boðið upp á þjónustu okkar til allra og haft hana sem aðgengilegasta fyrir íbúa landsins. Framtíðin: heilsuefling á vinnustöðum Næsta skref Janusar heilsueflingar er að færa heilsueflinguna inn á vinnustaði. „Við stefnum á að bjóða fyrirtækjum upp á þjónustu okkar við að efla heilsu starfsmanna,“ segir Hugrún. „Þannig leggjum við grunn að því að byrja heilsueflingu fyrr á lífsleiðinni og hjálpa vinnustöðum að búa til heilsusamlega vinnustaðamenningu.“
Heilsa Mest lesið „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Hafa umbreytt lífsskilyrðum fólks Lífið samstarf Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Ný þjónustu- og aðkomubygging við Varmá boðin út Skipta dekkin máli? Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Sjá meira