Þeir sem búa fjær miðborginni neikvæðari í garð ferðamanna en þeir sem búa nær Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. ágúst 2019 20:45 Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar. Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira
Höfuðborgarbúar eru almennt jákvæðir gagnvart ferðamönnum í borginni og stoltir að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þeir sem búa fjær miðborginni eru hins vegar neikvæðari en þeir sem búa nær. Sviðsstjóri ferðamálasviðs borgarinnar telur að fólk átti sig betur en áður á mikilvægi ferðaþjónustunnar. Um átta af hverjum tíu höfuðborgarbúum er jákvæður gagnvart ferðamönnum á höfuðborgarsvæðinu og stoltur að búa í borg sem tekur vel á móti þeim. Þá eru tæplega 60% á því að jákvæðar hliðar ferðaþjónustunnar vegi þyngra en þær neikvæðu. Þetta er meiri ánægja en hefur mælst frá árinu 2017. Þetta kemur fram í könnun sem fyrirtækið Maskína gerði fyrir Höfuðborgarstofu um viðhorf íbúa höfuðborgarsvæðisins til ferðamanna á þessu ári. Slíkar kannanir hafa farið fram árlega síðan 2015. Framkvæmdastjóri Maskínu segir viðhorf íbúa afar jákvætt. „Þetta fór pínulítið niður 2017 og 2018 og fer svo aftur upp núna jákvæðni er meiri, fólk er stoltara að taka á móti ferðamönnum, afþreying, veitingahús og kaffihús, fólk er ánægt með þær breytingar sem hafa orðið þar,“ segir Þóra Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Maskínu. Það sé helst í úthverfum sem beri á óánægju. „Þeir sem búa fjær miðborginni eru neikvæðari gagnvart ferðamönnum heldur en þeir sem búa nær,“ segir Þóra. Sviðsstjóri menningar-og ferðamála hjá Reykjavíkurborg telur að fólk sjái betur nú en áður hversu þýðingarmikil ferðamennskan er. „Umræðan um mikilvægi ferðamennsku og ferðaþjónustu fyrr í vetur gæti hafa átt einhver áhrif. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Það hefur tvímælalaust haft þau áhrif að ferðaþjónusta hafi skilað einhverju góðu inn í samfélagið,“ segir Arna Schram. Í könnuninni eru alls 25 spurningar og eina spurningin þar sem gætir minni óánægju er með fjölbreytni og eflingu verslunar.
Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Svona fer peningaþvætti fram Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Innlent Fleiri fréttir Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Sjá meira